Segja Real Madrid ætla að selja James til að eiga fyrir Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 11:30 James Rodriguez vann tvöfalt með Bayern í vetur. Vísir/Getty James Rodriguez á það sameiginlegt með Gareth Bale að um leið og hann er stærsta knattspyrnustjarna þjóðar sinnar þá er hann um leið út í kuldanum hjá Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid. Nú segja ensku blöðin frá því að Real Madrid vilji selja Kólumbíumaninn sem hefur verið í láni hjá Bayern München undanfarin tímabil. Ástæðan er að félagið þarf að safna pening svo það eigi fyrir kaupunum á Paul Pogba frá Manchester United. Það hafa örugglega nokkur félög áhuga á að kaupa James Rodriguez enda mjög öflugur leikmaður þótt að hann eigi ekki upp á pallborðið hjá Zidane.Real Madrid are reportedly looking to sell James Rodriguez to raise funds for a £150m move for Manchester United's Paul Pogba. Gossip: https://t.co/y9FrL5rV3m#mufcpic.twitter.com/CNdAACgIJh — BBC Sport (@BBCSport) July 9, 2019Manchester United vill fá 150 milljónir punda fyrir Paul Pogba og Real Madrid hefur þegar eytt 303 milljónum evra í nýja leikmenn í sumar. Real Madrid hefur fengið varnarmennina Ferland Mendy (frá Lyon) og Eder Militao (frá Porto), sóknarmiðjumanninn Eden Hazard (frá Chelsea) og sóknarmennina Rodrygo Goes (frá Santos) og Luka Jovic (frá Eintracht Frankfurt). Að sama skapi hefur Real Madrid selt leikmenn fyir 128 milljónir evra og er því eins og er í 175 milljónum í mínus. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, hefur mikinn áhuga á því að fá James Rodriguez til ítalska félagsins en James Rodriguez var í stóru hlutverki hjá Ancelotti þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma. Mestar líkur eru því að James endi hjá Napoli. Til að auka áhuga á James Rodriguez að koma til Napoli þá eru einnig sögusagnir um það að félagið sé tilbúið að leyfa honum að spila í treyju númer tíu. Napoli hefur ekki leyft neinum að spila í henni til að minnast tíma Diego Maradona hjá félaginu. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
James Rodriguez á það sameiginlegt með Gareth Bale að um leið og hann er stærsta knattspyrnustjarna þjóðar sinnar þá er hann um leið út í kuldanum hjá Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid. Nú segja ensku blöðin frá því að Real Madrid vilji selja Kólumbíumaninn sem hefur verið í láni hjá Bayern München undanfarin tímabil. Ástæðan er að félagið þarf að safna pening svo það eigi fyrir kaupunum á Paul Pogba frá Manchester United. Það hafa örugglega nokkur félög áhuga á að kaupa James Rodriguez enda mjög öflugur leikmaður þótt að hann eigi ekki upp á pallborðið hjá Zidane.Real Madrid are reportedly looking to sell James Rodriguez to raise funds for a £150m move for Manchester United's Paul Pogba. Gossip: https://t.co/y9FrL5rV3m#mufcpic.twitter.com/CNdAACgIJh — BBC Sport (@BBCSport) July 9, 2019Manchester United vill fá 150 milljónir punda fyrir Paul Pogba og Real Madrid hefur þegar eytt 303 milljónum evra í nýja leikmenn í sumar. Real Madrid hefur fengið varnarmennina Ferland Mendy (frá Lyon) og Eder Militao (frá Porto), sóknarmiðjumanninn Eden Hazard (frá Chelsea) og sóknarmennina Rodrygo Goes (frá Santos) og Luka Jovic (frá Eintracht Frankfurt). Að sama skapi hefur Real Madrid selt leikmenn fyir 128 milljónir evra og er því eins og er í 175 milljónum í mínus. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, hefur mikinn áhuga á því að fá James Rodriguez til ítalska félagsins en James Rodriguez var í stóru hlutverki hjá Ancelotti þegar hann þjálfaði Real Madrid á sínum tíma. Mestar líkur eru því að James endi hjá Napoli. Til að auka áhuga á James Rodriguez að koma til Napoli þá eru einnig sögusagnir um það að félagið sé tilbúið að leyfa honum að spila í treyju númer tíu. Napoli hefur ekki leyft neinum að spila í henni til að minnast tíma Diego Maradona hjá félaginu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira