Með heila þjóð á bakinu: Sex sjónvarpsstöðvar sýndu kynninguna á Joao Felix Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 14:30 Joao Felix spilar að sjálfsögðu í númer sjö hjá Atlético Madrid. Getty/Burak Akbulut/ Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05. Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05.
Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira