Magnús Ver sigraði Kazmaier í Herkúlesarhaldi eftir þrjátíu ára hlé Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. júlí 2019 12:30 Magnús Ver Magnússon. Vísir/Vilhelm Kraftajötnarnir Magnús Ver Magnússon og hinn bandaríski Bill Kazmaier mættust í fyrsta skipti í þrjátíu ár á laugardaginn. Áttust þeir við í sérstökum viðburði á Giants Live mótinu í Lundúnum og héldu tveimur grískum stólpum. Er það kallað Herkúlesarhaldið og vegur hvor stólpi 160 kílógrömm. Magnús og Kazmaier eru tveir af sigursælustu kraftajötnum sögunnar. Magnús var í fjórgang sterkasti maður heims og Kazmaier þrisvar. Árið 1989 lenti þeim saman í keppni eftir að Kazmaier hrinti Magnúsi svo að hann missti tunnu ofan af brú. Tunnan lenti hins vegar á O.D. Wilson, samherja Kazmaiers í keppninni. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skemmst er frá því að segja að Magnús hafði betur. Hélt hann stólpunum í hundrað sekúndur á meðan Kazmaier hélt í átján. Það þó að Magnús hafi nýlega gengist undir stofnfrumumeðferð á hnjám. „Ég vissi ekkert hvað eða hvort ég gæti eitthvað í þessu lengur eða hvort þetta yrði mjög sárt,“ segir Magnús Ver við Fréttablaðið. „En eftir að ég byrjaði og fann jafnvægið þá datt gamla keppnisskapið í gang. Þetta var eins og að fara aftur í tímann. Andrúmsloftið var rafmagnað, ég hreifst með og þetta var ekkert mál.“ Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Sjá meira
Kraftajötnarnir Magnús Ver Magnússon og hinn bandaríski Bill Kazmaier mættust í fyrsta skipti í þrjátíu ár á laugardaginn. Áttust þeir við í sérstökum viðburði á Giants Live mótinu í Lundúnum og héldu tveimur grískum stólpum. Er það kallað Herkúlesarhaldið og vegur hvor stólpi 160 kílógrömm. Magnús og Kazmaier eru tveir af sigursælustu kraftajötnum sögunnar. Magnús var í fjórgang sterkasti maður heims og Kazmaier þrisvar. Árið 1989 lenti þeim saman í keppni eftir að Kazmaier hrinti Magnúsi svo að hann missti tunnu ofan af brú. Tunnan lenti hins vegar á O.D. Wilson, samherja Kazmaiers í keppninni. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Skemmst er frá því að segja að Magnús hafði betur. Hélt hann stólpunum í hundrað sekúndur á meðan Kazmaier hélt í átján. Það þó að Magnús hafi nýlega gengist undir stofnfrumumeðferð á hnjám. „Ég vissi ekkert hvað eða hvort ég gæti eitthvað í þessu lengur eða hvort þetta yrði mjög sárt,“ segir Magnús Ver við Fréttablaðið. „En eftir að ég byrjaði og fann jafnvægið þá datt gamla keppnisskapið í gang. Þetta var eins og að fara aftur í tímann. Andrúmsloftið var rafmagnað, ég hreifst með og þetta var ekkert mál.“
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Sjá meira