Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 16:00 Sýni sem tekin hafa verið eru til rannsóknar hjá sóttvarnalækni, MAST og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. vísir/getty Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27