Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 16:00 Sýni sem tekin hafa verið eru til rannsóknar hjá sóttvarnalækni, MAST og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. vísir/getty Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. Að sögn staðgengils forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar (MAST) er talið nokkuð víst að bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni en matvæli og snerting við dýr eru enn til skoðunar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þau tíu börn sem greinst hafi séu á aldrinum fimm mánaða til tólf ára en flest eru þau á aldrinum þriggja til fjögurra ára. Fyrir helgi var greint frá því að fjögur börn hefðu veikst alvarlega vegna sýkingar af völdum E. coli. Tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins en annað þeirra hefur verið útskrifað. Öll börnin sem hafa smitast eru undir eftirliti lækna. Þá var greint frá því í dag að fimm börn til viðbótar hefðu greinst um helgina en þau eru ekki alvarlega veik.Hafa stöðvað dreifingu tiltekinna matvæla sem eru til skoðunar Katrín Guðjónsdóttir, forstöðumaður neytendaverndarsviðs MAST, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að faraldsfræðin gefi til kynna ákveðinn stað þar sem verið sé að rannsaka og reyna að staðfesta uppruna. Umræddur staður er í Bláskógabyggð þar sem börnin sem hafa smitast eiga það sameiginlegt að hafa verið þar á ferðalagi síðustu vikur. Katrín segir nokkuð víst að smitið sé ekki komið úr drykkjarvatni en enn sé verið að skoða matvæli og snertingu við dýr. Þá hefur verið gripið til ráðstafana svo koma megi í veg fyrir frekara smit með stöðvun dreifingar á tilteknum matvælum sem eru til skoðunar, þrifum og hertum umgengnisreglum. Aðspurð hvenær megi búast við því að niðurstaða liggi fyrir um uppruna smitsins segir Katrín að þess sé að vænta fljótlega að þeir sem rannsaki málið verði nóug vissir til þess að greina frá því að minnsta kosti hvaðan smitið kemur. Nánari tíma geti hún ekki tilgreint en það verði um leið og nægjanlegar sannanir eða rannsóknir liggja fyrir. Sóttvarnalæknir, MAST og Heilbrigðiseftirlit rannsaka þau sýni sem tekin hafa verið svo finna megi uppruna bakteríunnar. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.Fréttin hefur verið uppfærð með svörum við fyrirspurn Vísis til Katrínar Guðjónsdóttur.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27