Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 13:27 Ásta Stefánsdóttir tók við starfi sveitarstjóra í Bláskógabyggð í fyrra. Vísir/Magnús Hlynur Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitarfélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. Alls hafa níu börn greinst með sýkingar af völdum E. coli baktería. Fjögur fyrir helgi og svo bættust við fimm um helgina. Öll börnin eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Þá eru þau öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. „Það er óþægilegt að það er eins og allir liggi undir grun í svo gríðarlega stóru sveitarfélagi,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Þau fylgist grannt með gangi mála en taki engan þátt í sjálfri rannsókninni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurÍbúar hugsa til barnanna Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði við Vísi í morgun að verið sé að vinna í að finna sameiginlegan punkt í ferðalögum barnanna í Bláskógabyggð. Hann segir reynt með ákveðnum faraldsfræðilegum upplýsingum að negla niður líklegustu staðina hvar smitið hafi átt sér stað. „Þá er tekið sýni þaðan og það gildir bæði um matvæli, vatn og fleira sem er verið að skoða.“ Ásta segir að búið sé að kanna öll vatnsbólin í Bláskógabyggð og þar sé allt í góðu lagi. Það sé í raun það sem snúi beint að sveitarfélaginu og rekstri þess. Þar sé ekkert að óttast. „Við getum lítið gert nema bíða eftir niðurstöðum og það verður mjög gott þegar þær liggja fyrir.“ Fólk hugsi til barnanna sem hafi smitast.Kenningar eigi ekki heima í fjölmiðlum Þórólfur segir ekki tímabært að segja neitt um það á þessu stigi hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. „Það geta verið alls konar vangaveltur, teoríur og kenningar og því um líkt en það á ekki heima í fjölmiðlum. Við erum bara að vinna og skoða þessa hluti og þegar við erum orðin nokkuð viss um hvaðan þetta kemur þá munum við segja það. En á meðan svo er ekki þá höldum við þessari vinnu fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitarfélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. Alls hafa níu börn greinst með sýkingar af völdum E. coli baktería. Fjögur fyrir helgi og svo bættust við fimm um helgina. Öll börnin eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Þá eru þau öll búsett á höfuðborgarsvæðinu. „Það er óþægilegt að það er eins og allir liggi undir grun í svo gríðarlega stóru sveitarfélagi,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Þau fylgist grannt með gangi mála en taki engan þátt í sjálfri rannsókninni.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurÍbúar hugsa til barnanna Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði við Vísi í morgun að verið sé að vinna í að finna sameiginlegan punkt í ferðalögum barnanna í Bláskógabyggð. Hann segir reynt með ákveðnum faraldsfræðilegum upplýsingum að negla niður líklegustu staðina hvar smitið hafi átt sér stað. „Þá er tekið sýni þaðan og það gildir bæði um matvæli, vatn og fleira sem er verið að skoða.“ Ásta segir að búið sé að kanna öll vatnsbólin í Bláskógabyggð og þar sé allt í góðu lagi. Það sé í raun það sem snúi beint að sveitarfélaginu og rekstri þess. Þar sé ekkert að óttast. „Við getum lítið gert nema bíða eftir niðurstöðum og það verður mjög gott þegar þær liggja fyrir.“ Fólk hugsi til barnanna sem hafi smitast.Kenningar eigi ekki heima í fjölmiðlum Þórólfur segir ekki tímabært að segja neitt um það á þessu stigi hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. „Það geta verið alls konar vangaveltur, teoríur og kenningar og því um líkt en það á ekki heima í fjölmiðlum. Við erum bara að vinna og skoða þessa hluti og þegar við erum orðin nokkuð viss um hvaðan þetta kemur þá munum við segja það. En á meðan svo er ekki þá höldum við þessari vinnu fyrir okkur,“ segir Þórólfur. Fólk getur smitast af E. coli með menguðum matvælum eða vatni, með beinni snertingu við dýr eða mengaðan úrgang dýra. Þannig kemst bakterían um munn og niður í meltingarveg þar sem hún framleiðir eiturefni sem getur valdið blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnabilun og blóðleysi.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Fjögur börn veik eftir E. coli smit Alvarlegt E.coli smit kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. 4. júlí 2019 12:00
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30