Óli Kristjáns ræddi um félagaskiptagluggann og stöðuna á Gunnari Nielsen Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2019 11:00 Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að FH sé með augun opin á félagaskiptamarkaðnum og að liðið kíki einna helst eftir framherja. FH hefur verið í vandræðum í Pepsi Max-deild karla. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig og hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí er liðið vann Val á heimavelli. Í kvöld mætir liðið Víkingi en félagaskiptaglugginn er opinn. Stuðningsmenn FH ræða við Ólaf fyrir hvern leik. Nú var spurt hvort Ólafur og FH-ingar hefðu áhuga á að styrkja liðið.Kemur til greina að styrkja hópinn „Það kemur til greina en hvort við gerum það er óvíst. Alltaf þegar það er möguleiki að styrkja liðið er maður með einhvern lista sem maður skoðar, hvað gæti verið af möguleikum og í hvaða stöður,“ sagði Ólafur. „Við skoðum það eins og aðrir en miðað við síðustu leiki hefur fókusinn verið mikill á að vinna með hópinn og þá leikmenn sem við erum með. Styrkingar eru kannski ekki efst á listanum.“ Ólafur ræddi um ákveðnar stöður á vellinum en hvaða stöður er hann einna helst að hugsa um? „Það er alveg augljóst og bara til þess að taka síðasta leik gegn Grindavík sem dæmi, þá höfum við haft mikla yfirburði í leikjum án þess að snúa því yfir í sigur. Við þurfum að skora mörk og við þurfum að hafa menn sem skora mörk.“ „Ef menn svara ekki kallinu þá er ekki óeðlilegt að menn fari að líta í kringum sig. Það sem vantar kannski hjá okkur núna er senter sem gæti verið inn í teig og skorar mörk.“Daði staðið sig vel „Við erum með hlaupaframherja eins og Jákup sem við vitum að getur skorað mörk en það hefur verið smá stífla undanfarið, nema bikarleikurinn gegn Grindavík. Við höfum í langan tíma talað um það að senter myndi punta.“ Gunnar Nielsen hefur verið á meiðslalistanum síðan hann handabrotnaði á heimavelli gegn KA. Óli segir að það styttist í Færeyinginn sem hefur verið frá síðan um miðjan maímánuð. „Fjandinn hafi það ef það fari ekki að styttast í hann. Hann er búinn að vera í handabroti en það gréri vel og allt lítur vel út. Hann er byrjaður að æfa og gera allt sem markvörður þarf að gera,“ en Daði Freyr Arnarson, ungur piltur hefur staðið í markinu undanfarna leiki og gert það vel. „Daði er búinn að standa sig vel. Það er kannski enginn ástæða til þess að henda honum út. Gunnar setur góða pressu á hann og það verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu.“ Óli segir að flestir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leik kvöldsins. „Staðan er býsna góð. Guðmann sem hefur verið að glíma við smá er orðinn fínn. Jákup verður betri og betri þannig að það er óvenju gott ástand á hópnum,“ sagði Ólafur. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan en leikur FH og Víkings hefst klukkan 19.15. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.55 og Pepsi Max-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira