Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:45 Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna. Vestmannaeyjar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna.
Vestmannaeyjar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira