Endurvekur útlendinganefnd með utanaðkomandi aðstoð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 18:45 Dómsmálaráðherra telur að endurskoða þurfi málefni útlendinga í heild sinni. Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytti í dag reglugerð um útlendinga þannig að fjölskyldurnar tvær sem átti að vísa úr landi eiga rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Á næsta ríkisstjórnarfundi verður lagt til að auka fé til Útlendingastofnunar í þágu barna á flótta. Brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna sem átti að vísa úr landi til Grikklands hafa vakið hörð viðbrögð. Annars vegar er um að ræða þrjá feðga og svo einstæða móður með tvö börn. Efnt var til fjölmennra mótmæla í gær vegna málsins. Börnin hafa leitað aðhlynningar bæði á Barnaspítalanum og barna og unglingageðdeild Landspítalans og hafa þau sýnt merki áfallastreituröskunar. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag og er hún byggð á andlegri líðan barnanna. Síðdegis í dag var reglugerð um útlendingabreytt og taka breytingarnar á málum þessara tveggja fjölskyldna. Samkvæmt því eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Önnur nú þegar og hin í næstu viku. „Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál einstaklinga í þessu kerfi. Ég veit hins vegar að það er verið að fara yfir þeirra mál innan kerfisins og ég er bjartsýn á að það finnist farsæl lausn íþessum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á þriðjudag mun svo Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra leggja fyrir ríkisstjórn tillögu þess efnis að umsóknum sem lúta að börnum og ungmennum verði forgangsraðað. „Til þess að geta farið í forgangsröðun en ekki bara endurröðun þá erum við að leggja til aukið fé til Útlendingastofnunar. Vegna þess að það eru allir sammála um og það er fræðilega viðurkennt að það skiptir máli að flýta meðferð svona mála,“ segir Kolbrún. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðiðá aðþverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendinga og eftir atvikum endurskoða þau. Gagnrýnt hefur verið að sú nefnd sé óvirk og bitlaus. „Við ætlum að endurvekja þessa útlendinganefnd og ég er að hugsa um að fá einhvern utanaðkomandi til að stýra henni,“ segir hún.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira