Samstarf Andy og Serenu hefst í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 13:30 Andy Murray og Serena Williams. Getty/ Bob Martin Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð. Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð.
Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira