Dallas verður með tvo hávöxnustu leikmenn NBA deildarinnar næsta vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 14:30 Kristaps Porzingis sést hér gnæfa yfir Luka Doncic, lengst til vinstri en hann er yfir tvo metra. Getty/Matteo Marchi Dallas Mavericks hefur þegar tryggt sér efsta sætið á einum lista NBA deildarinnar á næstu leiktíð þrátt fyrir að tímabilið byrji ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Dallas Mavericks samdi nefnilega við bæði Kristaps Porzingis og Boban Marjanovic á dögunum sem þýðir að tveir hávöxnustu leikmenn deildarinnar spila með liðinu. Kristaps Porzingis er 23 ára Letti og hann er 221 sentímetrar á hæð. Það geria sjö fet og þrjár tommur. Boban Marjanovic er 30 ára Serbi og hann er einnig 221 sentímetrar á hæð.A Texas-sized duo in Dallas pic.twitter.com/FWUeP66Uu6 — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 4, 2019Kristaps Porzingis kom fyrst til Dallas í skiptum við New York Knicks en átti þá bara eitt ár eftir af samningi sínum. Porzingis hafði slitið krossband og spilaði ekkert með Dallas á síðasta tímabili. Porzingis skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Dallas Mavericks á dögunum og fær fyrir það 158 milljónir dollara. Á þremur tímabilum sínum með New York Knicks þá var hann með 17,8 stig og 7,1 frákast að meðaltali en hann skoraði 22,7 stig og varði 2,4 skot í leik á síðasta tímabilinu í New York. Boban Marjanovic hefur flakkað á milli liða síðustu ár en hann gekk á dögunum frá tveggja ára samningi við Dallas liðið sem gefur honum 7 milljónir dollara í aðra hönd. Marjanovic spilaði síðast með Philadelphia 76ers liðinu í vetur og var þá með 8,2 stig og 5,1 frákast að meðaltali þrátt fyrir að spila aðeins í rúmar 13 mínútur úi leik. Marjanovic hefur skilað frábærum tölum á litlum spilatíma allan sinn feril og þykir auk þess vera mikill sprelligosi og skemmtilegur maður til að hafa í klefanum. NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Dallas Mavericks hefur þegar tryggt sér efsta sætið á einum lista NBA deildarinnar á næstu leiktíð þrátt fyrir að tímabilið byrji ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Dallas Mavericks samdi nefnilega við bæði Kristaps Porzingis og Boban Marjanovic á dögunum sem þýðir að tveir hávöxnustu leikmenn deildarinnar spila með liðinu. Kristaps Porzingis er 23 ára Letti og hann er 221 sentímetrar á hæð. Það geria sjö fet og þrjár tommur. Boban Marjanovic er 30 ára Serbi og hann er einnig 221 sentímetrar á hæð.A Texas-sized duo in Dallas pic.twitter.com/FWUeP66Uu6 — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 4, 2019Kristaps Porzingis kom fyrst til Dallas í skiptum við New York Knicks en átti þá bara eitt ár eftir af samningi sínum. Porzingis hafði slitið krossband og spilaði ekkert með Dallas á síðasta tímabili. Porzingis skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Dallas Mavericks á dögunum og fær fyrir það 158 milljónir dollara. Á þremur tímabilum sínum með New York Knicks þá var hann með 17,8 stig og 7,1 frákast að meðaltali en hann skoraði 22,7 stig og varði 2,4 skot í leik á síðasta tímabilinu í New York. Boban Marjanovic hefur flakkað á milli liða síðustu ár en hann gekk á dögunum frá tveggja ára samningi við Dallas liðið sem gefur honum 7 milljónir dollara í aðra hönd. Marjanovic spilaði síðast með Philadelphia 76ers liðinu í vetur og var þá með 8,2 stig og 5,1 frákast að meðaltali þrátt fyrir að spila aðeins í rúmar 13 mínútur úi leik. Marjanovic hefur skilað frábærum tölum á litlum spilatíma allan sinn feril og þykir auk þess vera mikill sprelligosi og skemmtilegur maður til að hafa í klefanum.
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira