Á bremsunni Hörður Ægisson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Spurningin er ekki hvort heldur aðeins hversu mikill efnahagssamdrátturinn verður. Höggið við fall WOW air, ásamt vandræðum Icelandair með MAX-vélarnar, þýðir að ferðamönnum mun að líkindum fækka um liðlega 20 prósent. Atvinnuleysi er á hraðri uppleið enda þótt mörg fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu, séu að bíða með sársaukafullar hagræðingaraðgerðir. Það mun breytast. Á komandi hausti er hætt við því að við munum sjá holskeflu uppsagna. Þá er húsnæðismarkaðurinn að kólna og mörg stór verktakafyrirtæki, sem sitja á eignum sem eiga ekki eftir að seljast á því verði sem áætlanir gerðu ráð fyrir eru að lenda í lausafjárerfiðleikum. Efnahagshorfurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma, hafa því versnað. Ekki bætir úr skák að bankakerfið, sökum versnandi lausafjárstöðu í krónum, er illa í stakk búið til að koma að fjármögnun arðbærra verkefna í atvinnulífinu. Sú staða mun valda því að niðursveiflan verður dýpri en ella. Seðlabankinn hefur gert sitt til að stemma stigu við þessari þróun. Vextir hafa verið lækkaðir um samtals 0,75 prósentur – þeir hefðu mátt lækka enn meira – og fjármálafyrirtækjum er nú heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í veðlánaviðskiptum við Seðlabankann. Sú aðgerð, sem er jákvætt skref en sætir engum stórtíðindum, ætti að vera til þess fallin að auka útlánagetu bankanna. Meira þarf samt að koma til. Háar eigin- og lausafjárkröfur gera það að verkum að slíkar ráðstafanir skila ekki þeim árangri sem þeim er ætlað. Stjórnvöld hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum með þeim afleiðingum að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir evrópskir bankar. Útlánageta þeirra er af þeim sökum minni og vextir hærri. Bankakerfið er á bremsunni. Mjög hefur hægst á nýjum útlánum á fyrstu mánuðum ársins og nemur samdrátturinn tugum prósenta. Fátt bendir til að á þessu verði breyting. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa minnkað verulega, sérstaklega á síðustu mánuðum, og svigrúm þeirra til að stækka útlánasöfn sín er þess vegna afar takmarkað. Sérstakur sveiflujöfnunarauki ofan á eiginfjárkröfur FME, sem hækkaði nú síðast um 0,5 prósentur í maí, mun hækka enn frekar í upphafi næsta árs. Sú hækkun byggir á ákvörðun fjármálastöðugleikaráðs í febrúar þegar efnahagshorfurnar voru aðrar og betri. Tímasetningin er því augljóslega fráleit. Hærri eiginfjárkröfur munu draga enn úr útlánagetu bankanna, einmitt á þeim tíma þegar hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda. Er markmiðið að búa til öruggasta – og um leið dýrasta – fjármálakerfi í heimi? Sögulega séð hafa bankarnir líklega aldrei staðið traustari fótum. Þeim kröfum sem bönkunum hefur verið gert að uppfylla, sem eru margar hverjar skynsamlegar, fylgir hins vegar einnig kostnaður – og hann er greiddur af fyrirtækjum og heimilum. Öllum má nú vera ljóst að ákvörðun um að hækka enn eiginfjárkröfur á bankana, sem var í besta falli umdeilanleg þegar hún var tekin fyrir fimm mánuðum, stenst enga skoðun. Það standa fremur rök til þess að lækka þær og styðja þannig við útlánavöxt bankanna nú þegar hagkerfið er tekið að kólna.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar