Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 21:48 Arnar Felix Einarsson, ferðaþjónustubóndi á Skeiðflöt. Stöð 2/Einar Árnason. Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05