Guðjón og félagar töpuðu 2-0 fyrir Norður-Írunum í fyrri leiknum á útivelli og þurftu því að skora að minnsta kosti tvö mörk til að eiga möguleika í kvöld.
#EuropaLeague prelim 2nd leg FT:
NSI Runavik 0 - 0 Ballymena (aggregate 0-2) Sky Blues safely through. Now face Malmö #Ballymenapic.twitter.com/Nv45pqwz90
— Q Radio News (@qnewsdesk) July 4, 2019
Lærisveinar Guðjóns voru með um 60% með boltann og áttu mun hættulegri sóknir en gestirnir frá Norður-Írlandi.
Færeyingarnir náðu þó ekki að koma boltanum í netið og lokatölur urðu markalaust jafntefli. Samanlagt 2-0 sigur Ballymena sem er komið áfram í næstu umferð þar sem þeir mæta Malmö.