Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði sér ekki almennilega á strik á fyrsta hringnum á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu.
Ólafía, sem er með takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í ár, fékk þátttökurétt á Thornberry mótaröðinni annað árið í röð.
Fyrsti hringurinn gekk upp og ofan. Hún fékk tvo skolla og einn fugl ásamt sex pörum á fyrstu níu holunum.
Síðari níu spilaði hún eins; tveir skollar, einn og sex pör. Hún endaði því á tveimur höggum yfir pari og er í 128. sæti sem stendur.
Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 22.00 í kvöld.
Ólafía á tveimur yfir eftir fyrsta hring
