Fjögur börn veik eftir E. coli smit Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2019 12:00 Málið kom upp á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Vísir/vilhelm Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Alvarlegt E.coli smit kom upp á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Fjögur börn veiktust, þar af liggur eitt þeirra þungt haldið á Landspítalanum vegna bráðanýrnabilunar. Öll höfðu þau verið á ferðalagi um Suðurland skömmu áður en þau veiktust. Sóttvarnarlæknir segir þó að litlar líkur séu á að fleiri kunni að smitast. Smitið kom upp undir lok júnímánaðar. Foreldrar barna á leikskóla í Hafnarfirði fengu póst þar sem þeim var gert viðvart um að eitt barnanna hafi greinst með „alvarlegar afleiðingar eftir niðurgangssýkingu.“ Þrátt fyrir að litlar líkur væru taldar á að smit gæti borist til annarra barna á leikskóladeildinni voru foreldrar beðnir um að gæta fyllstu varúðar. Þannig eru þeir hvattir til að fara með saursýni til læknis ef börn þeirra fá niðurgang fyrir 10. júlí næstkomandi. Læknar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið upplýstir og beðnir um í þessum tilfellum að senda saursýnið í rannsókn til að kanna tilvist e. coli-bakteríunnar. Ef þessi baktería finnst í saursýninu þá þarf barnið að undirgangast ákveðið eftirlit, eins og það er orðað í pósti til foreldranna.Veiktist á Íslandi Það reyndist raunin í tilfelli barnsins sem smitaðist af E.coli í lok júní. Barnið, sem er á þriðja aldursári, hafði veikst á ferðalagi í Bláskógabyggð og var upphaflega talið að um væga magakveisu væri að ræða og því metið óhætt að senda barnið á leikskólann. Þegar barnið tók að kasta upp var farið með það á Barnaspítalann þar sem í ljós kom að barnið var með sjúkdóminn HUS, sem er alvarlegur fylgikvilli E.coli sýkingar. Helstu einkennin eru nýrnabilun sem jafnvel getur valdið óafturkræfum skaða. Barnið liggur nú þungt haldið á spítala og er líðan þess eftir atvikum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa fjögur börn veikst vegna E.coli-smitsins í Hafnarfirði. Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að litlar líkur séu þó taldar á frekar smiti milli barna á deildinni. Matvælastofnun greindi nýlega frá tilvist sjúkdómsvaldandi baktería í kjöti á markaði á Íslandi. Þar kom fram að STEC bakteríur finnast í 30% sýna af lambakjöti og 11,5% sýna af nautgripakjöti. Auk þess geta bakteríurnar fundist í ógerilsneyddri mjólk.Fréttin var uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust frá Landlækni. Upphaflega mátti skilja af orðalagi fréttarinnar að smitið hafi átt rætur að rekja til Hafnarfjarðar en orðalaginu hefur verið breytt eftir að nánari skýringar fengust.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira