Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2019 22:29 Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, var frumkvöðull í notkun hjólabáta í ferðaþjónustu hérlendis. Núna kemur hann þeim ekki í gegnum kerfið. Stöð 2/Einar Árnason. Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40