Almyrkvinn var aðeins sýnilegur frá mjórri rönd sem náði yfir Síle og Argentínu. Annars staðar í Suður- og Mið-Ameríku gátu íbúar séð deildarmyrkva. Þúsundir manna ferðuðust á staði þar sem búist var við að aðstæður yrðu sem besta til að sjá myrkvann.
Sævar Helgi ferðaðist til Síle og fylgdist með almyrkvanum í La Silla-stjörnuathugunarstöð Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) við útjaðar Atacama-eyðimerkurinnar. Tísti hann meðal annars myndbandið af almyrkvanum sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Almyrkvi á sólu: Fallegasta og áhrifaríkasta sjónarspil náttúrunnar, engu líkt pic.twitter.com/b8y4eAuexl
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) July 2, 2019