Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júlí 2019 20:57 Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“ Fangelsismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“
Fangelsismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent