Mótmælt af krafti á fyrsta degi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæltu af krafti í hinni frönsku Strassborg í gær. Nordicphotos/AFP Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira
Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira