Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming Hörður Ægisson skrifar 3. júlí 2019 07:45 Keith Magliana stýrir fjárfestingum Taconic á Íslandi. Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. Eftir kaupin verður Taconic, sem á jafnframt um 48 prósenta hlut í Kaupþingi, stærsti eigandi Arion banka með í kringum fjórðungshlut. Aðrir helstu kaupendur að hlut Kaupþings í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fyrir tæplega fimm prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) en sjóðurinn átti í árslok 2018 aðeins um 0,4 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi munu viðskiptin, en það eru Fossar markaðir sem eru söluráðgjafar Kaupþings, fara fram á genginu 75,5 krónur á hlut en við lokun markaða í gær stóð hlutabréfaverðið í 75,9 krónum. Auk Taconic, Stoða og LV munu einnig aðrir lífeyrissjóðir ásamt innlendum sjóðastýringarfélögum, sem eru nú fyrir í hluthafahópi Arion, kaupa bréf Kaupþings. Kaupverðið á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun því nema samtals um 27,4 milljörðum. Stór hluti þeirrar fjárhæðar fellur í skaut ríkissjóðs á grundvelli afkomuskiptasamnings sem var á meðal þeirra stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Beðið er nú eftir því, samkvæmt heimildum Markaðarins, að staðfesting fáist frá fjármálaráðuneytinu um að ríkið ætli ekki að stíga inn í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt sinn. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé Arion banka. Salan á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun nú fara fram á gengi sem jafngildir 0,73 miðað við eigið fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs. Samkvæmt heimildum Markaðarins var búið að ganga frá samkomulagi við fjárfesta um kaup á fimmtán prósenta hlut Kaupþings í Arion banka undir lok síðasta mánaðar. Ekki tókst hins vegar þá að ljúka sölunni en regluvörður Arion banka, að sögn kunnugra, gerði þá athugasemdir við að Kaupþing, sem er með fulltrúa í stjórn bankans, ætti viðskipti með bréf í félaginu á sama tíma og ráðning á nýjum bankastjóra Arion væri á lokametrunum. Í kjölfarið ákvað Kaupþing síðan að bjóða allan hlut sinn í bankanum til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. Eftir kaupin verður Taconic, sem á jafnframt um 48 prósenta hlut í Kaupþingi, stærsti eigandi Arion banka með í kringum fjórðungshlut. Aðrir helstu kaupendur að hlut Kaupþings í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fyrir tæplega fimm prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) en sjóðurinn átti í árslok 2018 aðeins um 0,4 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi munu viðskiptin, en það eru Fossar markaðir sem eru söluráðgjafar Kaupþings, fara fram á genginu 75,5 krónur á hlut en við lokun markaða í gær stóð hlutabréfaverðið í 75,9 krónum. Auk Taconic, Stoða og LV munu einnig aðrir lífeyrissjóðir ásamt innlendum sjóðastýringarfélögum, sem eru nú fyrir í hluthafahópi Arion, kaupa bréf Kaupþings. Kaupverðið á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun því nema samtals um 27,4 milljörðum. Stór hluti þeirrar fjárhæðar fellur í skaut ríkissjóðs á grundvelli afkomuskiptasamnings sem var á meðal þeirra stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Beðið er nú eftir því, samkvæmt heimildum Markaðarins, að staðfesting fáist frá fjármálaráðuneytinu um að ríkið ætli ekki að stíga inn í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt sinn. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé Arion banka. Salan á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun nú fara fram á gengi sem jafngildir 0,73 miðað við eigið fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs. Samkvæmt heimildum Markaðarins var búið að ganga frá samkomulagi við fjárfesta um kaup á fimmtán prósenta hlut Kaupþings í Arion banka undir lok síðasta mánaðar. Ekki tókst hins vegar þá að ljúka sölunni en regluvörður Arion banka, að sögn kunnugra, gerði þá athugasemdir við að Kaupþing, sem er með fulltrúa í stjórn bankans, ætti viðskipti með bréf í félaginu á sama tíma og ráðning á nýjum bankastjóra Arion væri á lokametrunum. Í kjölfarið ákvað Kaupþing síðan að bjóða allan hlut sinn í bankanum til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira