Kyrrsetning á eignum fyrrum eiginkonu manns í Panamaskjölunum staðfest Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 21:00 Sigurður Gísli Björnsson hefur áður verið grunaður um stórfelld skattundanskot. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus. Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Landsréttur staðfesti síðasta fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í maí, sem hafnaði því að kyrrsetningaraðgerð á eigum konu væri dæmd ógild. Farið var í umrædda kyrrsetningaraðgerð í lok desember á síðasta ári að beiðni skattrannsóknarstjóra til að tryggja greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Kyrrsetningin var framkvæmd í kjölfar rannsóknar skattrannsóknarstjóra á skattamálum fyrrverandi eiginmanns konunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða Sigurð Gísla Björnsson, stofnanda og fyrrum eiganda fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum, og varð það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Fyrrverandi eiginkona Sigurðar sótti málið fyrir Landsrétti, en í dómsúrskurði Landsréttar kemur fram að hjónaband þeirra hafi lokið með skilnaði í febrúar árið 2013. Í dómsúrskurðnum kemur fram að tollstjóri hafi farið þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í desember 2018 að eignir Sigurðar að fjárhæð 1.173.000.000 króna yrðu tafarlaust kyrrsettar, í kjölfar beiðni skattrannsóknarstjóra. Sú kyrrsetning reyndist árangurslaus þar sem engar eignir fundust. Í kjölfarið fór tollstjóri þess á leit við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að eignir konunnar yrðu kyrrsettar, samtals að virði 326.800.000 króna. Samkvæmt dómsúrskurðinum beindist rannsókn skattrannsóknarstjóra einkum að eignar- og stjórnunartengslum Sigurðar við félög sem skráð voru á lágskattasvæðum. Leikur grunur á því að hann hafi haft umtalsverðar tekjur af þeim félögum án þess að geta þeirra á skattframtölum. Konan leit svo á að ekki hafi verið fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir kyrrsetningunni á eignum hennar og fór fram á að kyrrsetningin yrði úrskurðuð ólögmæt og felld úr gildi. Landsréttur féllst ekki á þau rök og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði einnig kröfu konunnar.Uppfært: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að árangurslaus kyrrsetning á eignum Sigurðar hafi farið fram í desember 2017. Hið rétta er að hún fór fram í desember 2018. Fyrri kyrrsetningaraðgerðin sem farið var í árið áður var ekki árangurslaus.
Dómsmál Panama-skjölin Tengdar fréttir Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30 Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. 27. júní 2018 18:30
Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00
Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30
Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26