Lögmaður með stöðu sakbornings í rannsókn á „umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júní 2018 18:30 Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. Sigurður Gísli Björnsson stofnandi og eigandi útflutningsfyrirtækisins Sæmark ehf. er grunaður um stórfelld skattundanskot sem eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Eignir hans hafa verið frystar og hald lagt á bankareikninga. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum var það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Starfsemi lögð niður eftir rannsókn Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum fyrr á þessu ári með það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins. Hinn 1. mars staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um haldlagningu héraðssaksóknara á verulegum fjármunum í tengslum við rannsókn á Sigurði og Sæmarki. Fram kemur í úrskurðinum að ætluð brot beinist að vantöldum skattstofni frá árunum 2011-2016 upp á tæplega 1,3 milljarða króna. Lögmaður og viðskiptafélagi Sigurðar Gísla Björnssonar er Andri Gunnarsson hjá Nordik lögfræðiþjónustu. Andri er þannig viðriðinn mál umbjóðanda síns að hann fékk sjálfur réttarstöðu sakbornings og var framkvæmd húsleit á á lögmannsstofu hans hinn 2. maí síðastliðinn.Ekki gerð krafa um rökstuddan grun Þess skal getið að lög um meðferð sakamála gera strangar kröfur til ákæruvaldsins um að skýra réttarstöðu manna við rannsóknir sakamála strax á rannsóknarstigi. Þannig fá einstaklingar yfirleitt réttarstöðu sakbornings þegar meiru líkur en minni eru að þeir séu ekki vitni meðal annars í þeim tilgangi að tryggja réttindi þeirra svo þeir felli ekki sök á sjálfan sig á rannsóknarstigi. Ekki er gerð krafa um rökstuddan grun til að menn fái réttarstöðu sakbornings. Það nægir að þeir séu viðriðnir brotið. Þannig segir í skýringum greinargerðar með frumvarpi til laga um meðferð sakamála: „Þetta þýðir að jafnskjótt og viss grunur vaknar um að maður sé viðriðinn brot, með þeim hætti að refsivert geti talist, skal litið á hann sem sakborning.“ Aðild Andra að ætluðum skattalagabrotum Sigurðar Gísla Björnssonar, skjólstæðings hans og viðskiptafélaga, liggur ekki fyrir. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu Andra um afhendingu gagna sem haldlögð voru í húsleitinni 2 maí. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. júní sem Landsréttur staðfesti, segir: „Fallist er á það með varnaraðila (embætti skattrannsóknarstjóra innsk.) að umrædd haldlagning hafi verið nauðsynleg í þágu rannsóknar en eins og kom fram við málflutning hefur sóknaraðili stöðu grunaðs manns í stórfelldu skatta- og bókhaldsbroti sem varðar verulegar fjárhæðir og er, að sögn varnaraðila, með umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi.“ Lögmaður og viðskiptafélagi Eins og áður segir er Andri Gunnarsson ekki aðeins lögmaður Sigurðar því þeir eru líka viðskiptafélagar í eignarhaldsfélaginu Óskabeini ehf. sem er hluthafi í bæði tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Andri vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í skriflegu svari segir hann: „Mér hefur ekki verið kynnt sakarefni málsins svo nokkru nemi þannig að ég get ekki tekið neina afstöðu til þess að svo stöddu. Eina sem liggur fyrir er að umbjóðandi minn er í skattrannsókn.“ Andri staðfestir að hann hafi ekki verið samvinnuþýður varðandi afhendingu gagna enda telji hann haldlagningu ákæruvaldsins á gögnum lögmanns á rannsóknarstigi máls ganga í berhögg við 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MDE). „Að sjálfsögðu. Ég taldi rétt að dómstólar myndu úrskurða um lögmæti haldlagningar áður en lengra væri haldið, sérstaklega með vísan til dómafordæma Mannréttindadómstólsins um slíkar veiðiferðir yfirvalda á hendur umbjóðendum lögmanna,“ segir Andri. MDE hefur mótað nokkrar grundvallarreglur um mál er varða húsleit hjá lögmönnum og haldlagningu gagna í slíkum aðgerðum. Í dómi í máli Niemietz gegn Þýskalandi féllst dómstóllinn á það að leitir á lögmannsstofum og gögn lögmanna nytu verndar 8. gr. Mannréttindasáttmálans. Dómstóllinn hefur slegið því föstu að þrenns konar skilyrði þurfi að vera fullnægt til að hægt sé að réttlæta skerðingu á þeim réttindum sem 8. gr. verndar. Í fyrsta lagi þarf að vera heimild fyrir skerðingunni í lögum, skerðingin þarf að styðjast við lögmæt markmið og þá þarf að vera fyrir höndi nauðsyn til skerðingarinnar í lýðræðislegu þjóðfélagi. Tengdar fréttir Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Lögmaður á fertugsaldri hefur fengið réttarstöðu sakbornings í rannsókn á umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi að mati skattrannsóknarstjóra. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu lögmannsins um afhendingu gagna sem haldlögð voru við húsleit á lögmannsstofunni hans. Sigurður Gísli Björnsson stofnandi og eigandi útflutningsfyrirtækisins Sæmark ehf. er grunaður um stórfelld skattundanskot sem eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Eignir hans hafa verið frystar og hald lagt á bankareikninga. Nafn Sigurðar kom upp í Panama-skjölunum var það kveikjan að rannsókn skattrannsóknarstjóra á málum hans og fyrirtækisins. Starfsemi lögð niður eftir rannsókn Sæmark ehf. var öflugt fyrirtæki í fiskútflutningi sem velti sjö til átta milljörðum króna árlega samkvæmt ársreikningum þess. Starfsemi Sæmarks var hins vegar lögð niður og allir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp í febrúar eftir að greint var frá ætluðum skattundanskotum. Flestir starfsmannanna réðu sig til fyrirtækisins Bacco Seaproducts sem var í eigu sömu aðila og Sæmark en viðskiptafélagar Sigurðar keyptu hann út úr rekstrinum fyrr á þessu ári með það fyrir augum að vernda orðspor fyrirtækisins. Hinn 1. mars staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um haldlagningu héraðssaksóknara á verulegum fjármunum í tengslum við rannsókn á Sigurði og Sæmarki. Fram kemur í úrskurðinum að ætluð brot beinist að vantöldum skattstofni frá árunum 2011-2016 upp á tæplega 1,3 milljarða króna. Lögmaður og viðskiptafélagi Sigurðar Gísla Björnssonar er Andri Gunnarsson hjá Nordik lögfræðiþjónustu. Andri er þannig viðriðinn mál umbjóðanda síns að hann fékk sjálfur réttarstöðu sakbornings og var framkvæmd húsleit á á lögmannsstofu hans hinn 2. maí síðastliðinn.Ekki gerð krafa um rökstuddan grun Þess skal getið að lög um meðferð sakamála gera strangar kröfur til ákæruvaldsins um að skýra réttarstöðu manna við rannsóknir sakamála strax á rannsóknarstigi. Þannig fá einstaklingar yfirleitt réttarstöðu sakbornings þegar meiru líkur en minni eru að þeir séu ekki vitni meðal annars í þeim tilgangi að tryggja réttindi þeirra svo þeir felli ekki sök á sjálfan sig á rannsóknarstigi. Ekki er gerð krafa um rökstuddan grun til að menn fái réttarstöðu sakbornings. Það nægir að þeir séu viðriðnir brotið. Þannig segir í skýringum greinargerðar með frumvarpi til laga um meðferð sakamála: „Þetta þýðir að jafnskjótt og viss grunur vaknar um að maður sé viðriðinn brot, með þeim hætti að refsivert geti talist, skal litið á hann sem sakborning.“ Aðild Andra að ætluðum skattalagabrotum Sigurðar Gísla Björnssonar, skjólstæðings hans og viðskiptafélaga, liggur ekki fyrir. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu Andra um afhendingu gagna sem haldlögð voru í húsleitinni 2 maí. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. júní sem Landsréttur staðfesti, segir: „Fallist er á það með varnaraðila (embætti skattrannsóknarstjóra innsk.) að umrædd haldlagning hafi verið nauðsynleg í þágu rannsóknar en eins og kom fram við málflutning hefur sóknaraðili stöðu grunaðs manns í stórfelldu skatta- og bókhaldsbroti sem varðar verulegar fjárhæðir og er, að sögn varnaraðila, með umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi.“ Lögmaður og viðskiptafélagi Eins og áður segir er Andri Gunnarsson ekki aðeins lögmaður Sigurðar því þeir eru líka viðskiptafélagar í eignarhaldsfélaginu Óskabeini ehf. sem er hluthafi í bæði tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Andri vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í skriflegu svari segir hann: „Mér hefur ekki verið kynnt sakarefni málsins svo nokkru nemi þannig að ég get ekki tekið neina afstöðu til þess að svo stöddu. Eina sem liggur fyrir er að umbjóðandi minn er í skattrannsókn.“ Andri staðfestir að hann hafi ekki verið samvinnuþýður varðandi afhendingu gagna enda telji hann haldlagningu ákæruvaldsins á gögnum lögmanns á rannsóknarstigi máls ganga í berhögg við 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MDE). „Að sjálfsögðu. Ég taldi rétt að dómstólar myndu úrskurða um lögmæti haldlagningar áður en lengra væri haldið, sérstaklega með vísan til dómafordæma Mannréttindadómstólsins um slíkar veiðiferðir yfirvalda á hendur umbjóðendum lögmanna,“ segir Andri. MDE hefur mótað nokkrar grundvallarreglur um mál er varða húsleit hjá lögmönnum og haldlagningu gagna í slíkum aðgerðum. Í dómi í máli Niemietz gegn Þýskalandi féllst dómstóllinn á það að leitir á lögmannsstofum og gögn lögmanna nytu verndar 8. gr. Mannréttindasáttmálans. Dómstóllinn hefur slegið því föstu að þrenns konar skilyrði þurfi að vera fullnægt til að hægt sé að réttlæta skerðingu á þeim réttindum sem 8. gr. verndar. Í fyrsta lagi þarf að vera heimild fyrir skerðingunni í lögum, skerðingin þarf að styðjast við lögmæt markmið og þá þarf að vera fyrir höndi nauðsyn til skerðingarinnar í lýðræðislegu þjóðfélagi.
Tengdar fréttir Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30 Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18. janúar 2018 06:00
Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30
Falleg íslensk heimili: Líttu inn í spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ Einstaklega fallegt heimili í Garðabæ. 10. apríl 2017 13:30
Keyptur út vegna Panamaleka-rannsóknar Hjalti Halldórsson og Bjartmar Pétursson hafa keypt hlut Sigurðar Gísla Björnssonar í fyrirtækinu Bacco Seaproducts. Meint skattalagabrot Sigurðar Gísla eru til rannsaknar hjá skattrannsóknarstjóra en málið var tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann. 31. janúar 2018 17:26