Tvær af þungavigtarþjóðum fótboltans þyrstir í árangur og mætast í leik upp á líf eða dauða í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:45 Lionel Messi í síðasta leik sínum á móti Brasilíu. Messi og félagar hafa ekki unnið Brasilíumenn í fjórtán ár. Getty/Michael Dodge Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum. Copa América Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum.
Copa América Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira