Fyrirliði Evrópumeistara Liverpool með nýtt húðflúr og fær líka að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 11:30 Jordan Henderson með Meistaradeildarbikarinn sem verður hér eftir alltaf "hluti af honum“. Getty/Marc Atkins Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019 Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Sjá meira
Jordan Henderson komst í úrvalshóp í Madrid 1. júní síðastliðinn þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðeins fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa lyft þessum eftirsótta bikar eða þeir Emlyn Hughes (1977, 1978), Phil Thompson (1981), Graeme Souness (1984) og Steven Gerrard (2005). Henderson ákvað að minnast þessa miklu tímamóta með sérstökum hætti. Hann mætti á húðflúrstofu með ákveðna ósk.Jordan Henderson's new tattoo of the Champions League trophy on his left thigh 'He's saving the right leg for the Premier League trophy' #LFChttps://t.co/6eKJaVp9lX — GiveMeSport Football (@GMS__Football) June 30, 2019Jordan Henderson vildi fá Meistarabikarinn húðflúraðan á vinstra lærið og fékk það eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Henderson kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 en hann var þá bara tvítugur. Enginn leikmaður Liverpool í dag hefur verið lengur hjá félaginu. Jordan Henderson tók við fyrirliðabandinu af Steven Gerrard og var búinn að bíða lengi eftir því að fá að lyfta bikar. Liverpool vann síðast titil tímabilið 2011-12 og hafði tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu þremur tímabilum. Nú fékk Henderson loksins að upplifa það að stíga fram og taka við bikar. Þetta var án vafa stærsta stundin hans á ferlinum og kappinn var klökkur í viðtölum eftir leik. Jordan Henderson ætlaði að vera öruggur með að gleyma ekki þessum degi og þetta húðflúr ætti að sjá til þess. Henderson hefur hins vegar fengið á sig talsverða gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir uppátækið og margir hafa látið hann heyra það. Gagnrýnendum hans finnst þetta full mikið af sjálfshreykni og rembingi. Þeim finnst að fyrirliði Evrópumeistaranna eigi að sýna meiri auðmýkt. Aðrir hafa líka bent á það að hægra lærið er nú laust fyrir húðflúr af Englandsbikarnum takist Liverpool að vinna hann í vetur eftir þrjátíu ára bið.This time last month, Liverpool captain Jordan Henderson lifted the Champions League trophy pic.twitter.com/vBcByw7tmA — Goal (@goal) July 1, 2019
Enski boltinn Húðflúr Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Sjá meira