27 ára kastari Englanna fannst látinn í hótelherbergi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 08:30 Tyler Skaggs í leik með Los Angeles Angels 13. júní síðastliðinn. Getty/Mike Carlson Hafnaboltaheimurinn í Bandaríkjunum er í miklu áfalli eftir hræðilegar fréttir frá Texas þar sem leikmaður í deildinni fannst látinn á hótelherbergi sínu. Hinn 27 ára gamli Tyler Skaggs var kastari Los Angeles Angels liðsins og var í keppnisferðalagi með liði sínu þegar andlátið bar að. „Tyler Skaggs er og verður alltaf hluti af Englafjölskyldunni,“ sagði í Twitter-færslu hjá Los Angeles Angels.Angels statement on the passing of Tyler Skaggs. pic.twitter.com/6XA2Vu1uWV — Los Angeles Angels (@Angels) July 1, 2019Lögreglan var kölluð til þegar meðvitundarlaus maður fannst í hótelherbergi sínu í Southlake í Texas. Hann var úrskurðar látinn á staðnum. Tyler Skaggs og félagar í liði Englanna voru mættir þangað til að spila við Texas Rangers. Leiknum hefur nú verið frestað. Talsmaður lögreglunnar segir hana ekki gruna það að Tyler Skaggs hafi svipt sig lífi eða að einhver hafi banað honum. Tyler Skaggs var nýgiftur (2018) og lífið virtist leika við hann. Í Instagram færslu hans frá 31. desember skrifaði hann undir mynd af sér og eiginkonunni að árið 2018 hafi verið það besta hingað til.The #SFGiants joined the Padres in a moment of silence honoring Tyler Skaggs, who passed away earlier today. pic.twitter.com/fid8QYZdlv — San Francisco Giants (@SFGiants) July 2, 2019Leikmenn og þjálfarar Los Angeles Angels voru mættir á leikinn á móti Texas Rangers þegar fréttirnar bárust af örlögum Tyler Skaggs. Þeir yfirgáfu svæðið í kjölfarið og leiknum var frestað. Stuðningsfólk Los Angeles Angels hefur streymt að heimavelli liðsins í Anaheim þar sem settur hefur verið upp minnisvarði um Skaggs. Mörg þeirra hafa minnst hans með því að leggja blóm við aðalhlið vallarins. Tyler Skaggs er frá Kaliforníu og Los Angeles Angels valdi hann í nýliðavalinu árið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Southlake Police Department Press Release 7/1/19 pic.twitter.com/vgZTUBIc40 — Southlake DPS (@SouthlakeDPS) July 1, 2019So sad to hear the news about the passing of Tyler Skaggs. I could only imagine what his wife,family,friends and teammates are all going through right now. My deepest sympathies go out to all of them. We may all compete against each other,but we are all brothers. Rest in Paradise pic.twitter.com/obofWVKRMU — andrew mccutchen (@TheCUTCH22) July 2, 2019We are deeply saddened by the tragic news that Tyler Skaggs, 27, passed away this morning. https://t.co/q150hyH01Jpic.twitter.com/y1X5ctlWDl — MLB (@MLB) July 1, 2019 Andlát Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Hafnaboltaheimurinn í Bandaríkjunum er í miklu áfalli eftir hræðilegar fréttir frá Texas þar sem leikmaður í deildinni fannst látinn á hótelherbergi sínu. Hinn 27 ára gamli Tyler Skaggs var kastari Los Angeles Angels liðsins og var í keppnisferðalagi með liði sínu þegar andlátið bar að. „Tyler Skaggs er og verður alltaf hluti af Englafjölskyldunni,“ sagði í Twitter-færslu hjá Los Angeles Angels.Angels statement on the passing of Tyler Skaggs. pic.twitter.com/6XA2Vu1uWV — Los Angeles Angels (@Angels) July 1, 2019Lögreglan var kölluð til þegar meðvitundarlaus maður fannst í hótelherbergi sínu í Southlake í Texas. Hann var úrskurðar látinn á staðnum. Tyler Skaggs og félagar í liði Englanna voru mættir þangað til að spila við Texas Rangers. Leiknum hefur nú verið frestað. Talsmaður lögreglunnar segir hana ekki gruna það að Tyler Skaggs hafi svipt sig lífi eða að einhver hafi banað honum. Tyler Skaggs var nýgiftur (2018) og lífið virtist leika við hann. Í Instagram færslu hans frá 31. desember skrifaði hann undir mynd af sér og eiginkonunni að árið 2018 hafi verið það besta hingað til.The #SFGiants joined the Padres in a moment of silence honoring Tyler Skaggs, who passed away earlier today. pic.twitter.com/fid8QYZdlv — San Francisco Giants (@SFGiants) July 2, 2019Leikmenn og þjálfarar Los Angeles Angels voru mættir á leikinn á móti Texas Rangers þegar fréttirnar bárust af örlögum Tyler Skaggs. Þeir yfirgáfu svæðið í kjölfarið og leiknum var frestað. Stuðningsfólk Los Angeles Angels hefur streymt að heimavelli liðsins í Anaheim þar sem settur hefur verið upp minnisvarði um Skaggs. Mörg þeirra hafa minnst hans með því að leggja blóm við aðalhlið vallarins. Tyler Skaggs er frá Kaliforníu og Los Angeles Angels valdi hann í nýliðavalinu árið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta leik í MLB-deildinni árið 2012 en lék með Arizona Diamondbacks tímabilin 2012 og 2013.Southlake Police Department Press Release 7/1/19 pic.twitter.com/vgZTUBIc40 — Southlake DPS (@SouthlakeDPS) July 1, 2019So sad to hear the news about the passing of Tyler Skaggs. I could only imagine what his wife,family,friends and teammates are all going through right now. My deepest sympathies go out to all of them. We may all compete against each other,but we are all brothers. Rest in Paradise pic.twitter.com/obofWVKRMU — andrew mccutchen (@TheCUTCH22) July 2, 2019We are deeply saddened by the tragic news that Tyler Skaggs, 27, passed away this morning. https://t.co/q150hyH01Jpic.twitter.com/y1X5ctlWDl — MLB (@MLB) July 1, 2019
Andlát Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira