Staðfesta Íslands Davíð Stefánsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Við öðlumst mannréttindi við fæðingu. Þau spretta af samfélagslegu mikilvægi þess að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru og viðurkenni rétt allra til mannlegrar reisnar. Þau eru óháð félagslegri stöðu, eignum, kynferði, kynþætti, litarhafti, trú, tungu, skoðunum og þjóðerni. Algild. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt tilvist mannréttinda með ýmsum skuldbindingum. Hlutverk Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í júlí á síðasta ári og situr þar út árið 2019. Þetta er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland gegnir á alþjóðavettvangi og einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða. Áherslur Íslands í ráðinu lúta að jafnréttismálum, réttindum hinsegin fólks, réttindum barna, umbótum á starfsemi ráðsins og tengslum mannréttinda við umhverfismál. Í ráðinu hefur Ísland meðal annars leitt sameiginlega yfirlýsingu um bágborna stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þar hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum verið fangelsað og pyntað. Þrengt er að fjölmiðlamönnum og þeir myrtir. Á vettvangi ráðsins hefur Ísland að auki leitt gagnrýni á Duterte forseta á Filippseyjum. Hann fyrirskipaði aftökur á þúsundum manna í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum. Mannréttindaráðið er vaktað af ýmsum frjálsum alþjóðlegum félagasamtökum. Þar á meðal er Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) sem er alþjóðleg samtök, óháð ríkisstjórnum, sem fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Athyglisvert var að heyra í John Fisher, forystumanni Mannréttindavaktarinnar, þegar hann heimsótti Ísland á vordögum. Hann benti á að að þegar ekkert annað ríki vildi gagnrýna Sádi-Arabíu vegna mögulegra hagsmunaárekstra sýndi Ísland staðfestu. „Gott frumkvæði lítur aldrei dagsins ljós nema ríki stígi fram með forystu og ábyrgð gegn því ástandi refsileysis að brotamenn telja sig geta komið fram vilja sínum og verði ekki gerðir ábyrgir af verkum sínum,“ sagði Fischer. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar sagði það hafa verið til fyrirmyndar hvernig Ísland leiddi starfið á þessum vettvangi. Það var ekki skilyrt þátttöku annarra ríkja. Mörg ríki eru reiðubúin að gagnrýna mannréttindabrot ef þau finna stuðning nægilega margra. Þau vilji fyrst lóða dýptina. En Ísland lagði til formlega gagnrýni á Sáda og bað svo um stuðning annarra. Þessari staðfestu Íslands fylgdu aðrir eftir. Hér er vel að verki staðið. Íslensk utanríkisþjónusta á skilið hrós fyrir störf sín í Mannréttindaráðinu. Þau sýna að fámennar þjóðir geta lagt sitt af mörkum öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við öðlumst mannréttindi við fæðingu. Þau spretta af samfélagslegu mikilvægi þess að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru og viðurkenni rétt allra til mannlegrar reisnar. Þau eru óháð félagslegri stöðu, eignum, kynferði, kynþætti, litarhafti, trú, tungu, skoðunum og þjóðerni. Algild. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt tilvist mannréttinda með ýmsum skuldbindingum. Hlutverk Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í júlí á síðasta ári og situr þar út árið 2019. Þetta er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland gegnir á alþjóðavettvangi og einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða. Áherslur Íslands í ráðinu lúta að jafnréttismálum, réttindum hinsegin fólks, réttindum barna, umbótum á starfsemi ráðsins og tengslum mannréttinda við umhverfismál. Í ráðinu hefur Ísland meðal annars leitt sameiginlega yfirlýsingu um bágborna stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þar hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum verið fangelsað og pyntað. Þrengt er að fjölmiðlamönnum og þeir myrtir. Á vettvangi ráðsins hefur Ísland að auki leitt gagnrýni á Duterte forseta á Filippseyjum. Hann fyrirskipaði aftökur á þúsundum manna í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum. Mannréttindaráðið er vaktað af ýmsum frjálsum alþjóðlegum félagasamtökum. Þar á meðal er Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) sem er alþjóðleg samtök, óháð ríkisstjórnum, sem fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Athyglisvert var að heyra í John Fisher, forystumanni Mannréttindavaktarinnar, þegar hann heimsótti Ísland á vordögum. Hann benti á að að þegar ekkert annað ríki vildi gagnrýna Sádi-Arabíu vegna mögulegra hagsmunaárekstra sýndi Ísland staðfestu. „Gott frumkvæði lítur aldrei dagsins ljós nema ríki stígi fram með forystu og ábyrgð gegn því ástandi refsileysis að brotamenn telja sig geta komið fram vilja sínum og verði ekki gerðir ábyrgir af verkum sínum,“ sagði Fischer. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar sagði það hafa verið til fyrirmyndar hvernig Ísland leiddi starfið á þessum vettvangi. Það var ekki skilyrt þátttöku annarra ríkja. Mörg ríki eru reiðubúin að gagnrýna mannréttindabrot ef þau finna stuðning nægilega margra. Þau vilji fyrst lóða dýptina. En Ísland lagði til formlega gagnrýni á Sáda og bað svo um stuðning annarra. Þessari staðfestu Íslands fylgdu aðrir eftir. Hér er vel að verki staðið. Íslensk utanríkisþjónusta á skilið hrós fyrir störf sín í Mannréttindaráðinu. Þau sýna að fámennar þjóðir geta lagt sitt af mörkum öllum til heilla.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun