Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2019 12:15 Frans Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnar ESB frá 2014. Útlit er fyrir að áform um að hann verði forseti framkvæmdastjórnarinnar nái ekki fram að ganga. Vísir/EPA Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út. Evrópusambandið Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út.
Evrópusambandið Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira