Holmes og Lowry efstir og jafnir | Endurkoma McIlroy dugði ekki til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2019 19:22 Lowry er kominn upp að hlið JB Holmes á toppnum. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn JB Holmes og Írinn Shane Lowry eru efstir og jafnir eftir tvo hringi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi. Holmes og Lowry eru samtals á átta höggum undir pari, einu höggi á undan Englendingunum Tommy Fleetwood og Lee Westwood.Holmes var efstur eftir fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann lék á þremur höggum undir pari í dag. Lowry lék á fjórum höggum undir pari, líkt og í gær. Írinn fékk sex fugla á fyrstu tíu holunum en engan á síðustu átta.Our co-leader @ShaneLowryGolf#TheOpenpic.twitter.com/FZSA7ympZu — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Suður-Afríkumaðurinn Dylan Frittelli var jafn Holmes og Lowry í efsta sæti mótsins en fór illa að ráði sínu á síðustu tveimur holunum þar sem hann fékk skramba og skolla. Frittelli er í 8. sæti á fimm höggum undir pari, líkt og efsti maður heimslistans, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Spánverjinn Jon Rahm, sem lék frábært golf á fyrri níu holunum í gær, féll niður um níu sæti í dag, úr því þriðja og í það tólfta. Hann er samtals á fjórum höggum undir pari. Heimamaðurinn Rory McIlroy, sem lék illa á fyrsta hringnum, bætti sig um 14 högg í dag. Norður-Írinn gerði heiðarlega tilraun til að komast í gegnum niðurskurðinn og var á endanum aðeins einu höggi frá því.A valiant fightback from a great Champion @McIlroyRory#TheOpenpic.twitter.com/KpLce7Ucet — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 McIlroy lék manna best í dag, á sex höggum undir pari líkt og Suður-Afríkumaðurinn Justin Harding (5. sæti) og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele (18. sæti).Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og endaði á sex höggum yfir pari. Phil Mickelson komst heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Francesco Molinari, náði sér mun betur á strik í dag en í gær. Ítalinn lék á tveimur höggum undir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending frá þriðja hring Opna breska hefst klukkan 09:00 á Stöð 2 Golf á morgun. Golf Tengdar fréttir Tiger úr leik á Opna breska Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. 19. júlí 2019 14:05 Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska Fjölmargir þekktir kylfingar lentu í vandræðum á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. 18. júlí 2019 19:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn JB Holmes og Írinn Shane Lowry eru efstir og jafnir eftir tvo hringi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi. Holmes og Lowry eru samtals á átta höggum undir pari, einu höggi á undan Englendingunum Tommy Fleetwood og Lee Westwood.Holmes var efstur eftir fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann lék á þremur höggum undir pari í dag. Lowry lék á fjórum höggum undir pari, líkt og í gær. Írinn fékk sex fugla á fyrstu tíu holunum en engan á síðustu átta.Our co-leader @ShaneLowryGolf#TheOpenpic.twitter.com/FZSA7ympZu — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 Suður-Afríkumaðurinn Dylan Frittelli var jafn Holmes og Lowry í efsta sæti mótsins en fór illa að ráði sínu á síðustu tveimur holunum þar sem hann fékk skramba og skolla. Frittelli er í 8. sæti á fimm höggum undir pari, líkt og efsti maður heimslistans, Brooks Koepka frá Bandaríkjunum. Spánverjinn Jon Rahm, sem lék frábært golf á fyrri níu holunum í gær, féll niður um níu sæti í dag, úr því þriðja og í það tólfta. Hann er samtals á fjórum höggum undir pari. Heimamaðurinn Rory McIlroy, sem lék illa á fyrsta hringnum, bætti sig um 14 högg í dag. Norður-Írinn gerði heiðarlega tilraun til að komast í gegnum niðurskurðinn og var á endanum aðeins einu höggi frá því.A valiant fightback from a great Champion @McIlroyRory#TheOpenpic.twitter.com/KpLce7Ucet — The Open (@TheOpen) July 19, 2019 McIlroy lék manna best í dag, á sex höggum undir pari líkt og Suður-Afríkumaðurinn Justin Harding (5. sæti) og Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele (18. sæti).Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og endaði á sex höggum yfir pari. Phil Mickelson komst heldur ekki í gegnum niðurskurðinn. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Francesco Molinari, náði sér mun betur á strik í dag en í gær. Ítalinn lék á tveimur höggum undir pari og slapp í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending frá þriðja hring Opna breska hefst klukkan 09:00 á Stöð 2 Golf á morgun.
Golf Tengdar fréttir Tiger úr leik á Opna breska Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. 19. júlí 2019 14:05 Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska Fjölmargir þekktir kylfingar lentu í vandræðum á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. 18. júlí 2019 19:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Tiger úr leik á Opna breska Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi. 19. júlí 2019 14:05
Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska Fjölmargir þekktir kylfingar lentu í vandræðum á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. 18. júlí 2019 19:30