Íranir hertóku breskt olíuskip Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 19:12 Olíuskipið Stena Impero. Mynd/Stena bulk Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. Greint er frá málinu í írönskum fjölmiðlum. Skipið heitir Stena Impero en breska ríkisútvarpið hefur eftir eigendum þess, fyrirtækinu Stena Bulk, að 23 séu um borð. Um klukkan fjögur í dag að breskum tíma hafi nokkrir litlir bátar og þyrla, sem talið er að séu á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, vitjað skipverjanna. Ekki hefur náðst samband við skipið síðan. Það var á leið til Sádi Arabíu en siglir nú í norður, í átt að Íran. Haft er eftir yfirvöldum í Íran að borist hefði tilkynning um að Stena Impero væri til vandræða. Fulltrúar hersins hafi því verið sendir til að fylgja skipinu í höfnina í Bandar Abbas, þar sem rannsókn muni fara fram. Í frétt BBC segir að breska utanríkisráðuneytið kanni nú málið. Þá hefur COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, boðað til fundar vegna atviksins. Yfirvöld í Íran voru í byrjun mánuðar afar ósátt við að breskir sjóliðar hefðu kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu því að kyrrsetja breskt olíuskip á móti.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. Greint er frá málinu í írönskum fjölmiðlum. Skipið heitir Stena Impero en breska ríkisútvarpið hefur eftir eigendum þess, fyrirtækinu Stena Bulk, að 23 séu um borð. Um klukkan fjögur í dag að breskum tíma hafi nokkrir litlir bátar og þyrla, sem talið er að séu á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, vitjað skipverjanna. Ekki hefur náðst samband við skipið síðan. Það var á leið til Sádi Arabíu en siglir nú í norður, í átt að Íran. Haft er eftir yfirvöldum í Íran að borist hefði tilkynning um að Stena Impero væri til vandræða. Fulltrúar hersins hafi því verið sendir til að fylgja skipinu í höfnina í Bandar Abbas, þar sem rannsókn muni fara fram. Í frétt BBC segir að breska utanríkisráðuneytið kanni nú málið. Þá hefur COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, boðað til fundar vegna atviksins. Yfirvöld í Íran voru í byrjun mánuðar afar ósátt við að breskir sjóliðar hefðu kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu því að kyrrsetja breskt olíuskip á móti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27