Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir AGF þegar liðið tapaði fyrir FC Köbenhavn, 2-1, í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Jón Dagur kom inn á sem varamaður eftir að Jonas Wind kom FCK í 2-0 á 64. mínútu.
Þegar níu mínútur voru eftir slapp Jón Dagur inn fyrir vörn FCK og lyfti boltanum skemmtilega yfir Sten Grytebust í marki heimamanna.
Fleiri urðu mörkin ekki og FCK fagnaði sínum öðrum sigri á tímabilinu. AGF er með eitt stig.
Jón Dagur gekk í raðir AGF fyrr í sumar. Hann lék sem lánsmaður með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Jón Dagur opnaði markareikninginn hjá AGF
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

