Enski boltinn

Fyrsti sigur Everton á undirbúningstímabilinu kom gegn Monaco

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Everton.
Gylfi er að hefja sitt þriðja tímabil hjá Everton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton sem vann 0-1 sigur á Monaco í æfingaleik í Sviss í dag.

Seamus Coleman, fyrirliði Everton, skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu. Hann skallaði þá boltann í netið af stuttu færi.



Gylfi bjó til góð færi fyrir Michael Keane og Lucas Digne í seinni hálfleik.



Monaco fékk kjörið tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik en Maarten Stekelenburg varði vítaspyrnu Ronys Lopes.



Þetta var þriðji leikur Everton á undirbúningstímabilinu. Liðið hafði áður gert 1-1 jafntefli við Kariobangi Sharks og markalaust jafntefli við Sion.

Næsti leikur Everton er gegn Wigan Athletic á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×