„Ætlum okkur að keppa um alla titla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2019 20:30 Grímur lyftir Íslandsmeistarabikarnum á loft. vísir/vilhelm Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Eftir langa leit að þjálfara réðu Íslandsmeistarar Selfoss Grím Hergeirsson fyrr í sumar. Hann tekur við liðinu af Patreki Jóhannessyni sem er farinn til Skjern í Danmörku. Grímur hefur lengi verið viðloðandi handboltann á Selfossi en þetta er í fyrsta skipti sem hann stýrir meistaraflokki. „Ég geri mér grein fyrir því að það er aldrei létt að taka við Íslandsmeistaraliði og það er erfitt að feta í fótspor Patreks. Hann er topp þjálfari. En ég ætla að taka slaginn og gera eins vel úr þessu og ég get,“ sagði Grímur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra handboltamanna á síðustu árum og sá árangur hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Ekkert hókus pókusGrímur lék með Selfossi á sínum tíma. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði liðsins í dag.vísir/bára„Ég held að þetta sé ekkert hókus pókus. Þetta byrjar á því að menn setja sér stefnu. Hjá okkur var það gert þegar við byrjuðum með akademíuna í samstarfi við FSu. Síðan er mjög öflugt yngri flokka starf þar sem áhersla var á að fjölga æfingum og auka gæðin á þeim,“ sagði Grímur. „Síðan tókum við þetta upp í meistaraflokkana, að spila á leikmönnunum sem við vorum búnir að ala upp. Það getur vel verið að það sé eitthvað auka í mjólkinni, ég skal ekki segja um það, en þetta er markviss stefna.“ Þrátt fyrir að hafa misst Elvar Örn Jónsson, besta leikmann Olís-deildarinnar síðustu tvö ár, ætla Selfyssingar sér stóra hluti á næsta tímabili. „Það kemur enginn alveg í stað Elvars. Sá leikmaður er ekki til. Hlutverkin breytast og það losnar kvóti fyrir aðra leikmenn. Við bætum þetta upp með áherslubreytingum. Við ætlum okkur að keppa um alla titla, þ.m.t. Íslandsmeistaratitilinn. Það verður ekkert auðvelt en ef svo væri, þá væri þetta ekkert spennandi,“ sagði Grímur. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Ætla að verja Íslandsmeistaratitilinn
Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira