Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 15:15 Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata. fréttablaðið/ernir Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið erfitt. Raunar svo erfitt að hún segir tímabilið líklega verða það erfiðasta í hennar lífi. Ásta lýsir samskiptum sínum og Birgittu í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir viðtali Stundarinnar við Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmann Pírata, sem lýsti samskiptaháttum Birgittu með opinskáum hætti og sagði hana hafa beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Ásta segir gott að sjá aðra tala um málið, það sé staðfesting að þetta hafi ekki bara verið í hausnum á henni. „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða eftir að hafa lesið þetta viðtal, segir Ásta í færslunni og bætir við að frásögn Söru Elísu lýsi ágætlega því sem Ásta þurfti að „díla“ við í samstarfi hennar og Birgittu sem stóð yfir í tvö ár.Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, lýsti samstarfi sínu við Birgittu í viðtali á Stundinni.Vísir/VilhelmÓsætti innan raða Pírata hefur flogið hátt í umræðunni undanfarna daga eftir að þingmenn Pírata beittu sér fyrir því að Birgitta hlyti ekki sæti í trúnaðarráði flokksins. Þrír voru tilnefndir til setu í ráðinu en Birgitta var sú eina sem ekki hlaut meirihluta atkvæða og fékk því ekki sæti.Upptaka af fundinum, sem kallaður var átakafundur, birtist á Internetinu degi síðar og mátti þar heyra ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar. Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Um samstarfið við Birgittu segir Ásta: „ Deila og drottna, skapa sundrungu. Að ráða ríkjum í óreiðunni. Flatur strúktur á ekki að þýða neinn strúktur - en fyrir hana, þá þýddi flatur strúktur óreiða, að það væri hægt að færa mörkin endalaust til, að setja óraunverulegar kröfur á aðra. Aðrar reglur gilda um hana en aðra. Þessi óreiða bjó til einræðisherra þar sem hinn frekasti fékk að ráða, og þegar það var reynt að spyrna við því, þá fór allt í uppnám.“Undir þetta tekur Margrét Tryggvadóttir sem sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna á árunum 2009-2013 og sat þá í þingflokki með Birgittu. Margrét deilir líka viðtali Stundarinnar við Söru Elísu og segist kannast vel við það sem Sara hefur að segja.Fyrrverandi þingmenn ekki hlutlausir aðilar Ásta Guðrún segir í færslunni að hún eigi í góðum samskiptum við allflesta fyrrum samstarfsfélaga sína, bæði úr Pírataflokknum og af þingi. Hún sé enn í Pírötum og hafi unnið að þeirra málefnum í Evrópu og stutt við bakið á flokknum af bestu getu. Hún myndi þó ekki taka sæti í trúnaðarráði vegna skorts á hlutleysi. „En ég get sagt með vissu að ef ég hefði verið tilnefnd í trúnaðarráð þá hefði ég ekki þegið þá tilnefningu af þeirri einfaldri ástæðu að fyrrverandi þingmenn flokksins, sama hversu vel þeir eru liðnir, eru ekki hlutlausir aðilar og til þess fallnir að gegn slíkri trúnaðarstöðu. Það er það sem málið snýst um,“ segir Ásta Guðrún sem lýkur færslu sinni á því að segja það vera ákveðna viðurkenningu að sjá aðra deila sömu reynslu af samstarfinu innan Pírata. „Ég er enn að vinna mig úr þessu tímabili, sem held ég verði með erfiðustu árum lífs míns, enda erfitt að toppa. Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta samstarf er ákveðin viðurkenning á því sem ég upplifði. Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ skrifar Ásta Guðrún Helgadóttir fyrrverandi þingmaður Pírata. Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið erfitt. Raunar svo erfitt að hún segir tímabilið líklega verða það erfiðasta í hennar lífi. Ásta lýsir samskiptum sínum og Birgittu í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir viðtali Stundarinnar við Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmann Pírata, sem lýsti samskiptaháttum Birgittu með opinskáum hætti og sagði hana hafa beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Ásta segir gott að sjá aðra tala um málið, það sé staðfesting að þetta hafi ekki bara verið í hausnum á henni. „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða eftir að hafa lesið þetta viðtal, segir Ásta í færslunni og bætir við að frásögn Söru Elísu lýsi ágætlega því sem Ásta þurfti að „díla“ við í samstarfi hennar og Birgittu sem stóð yfir í tvö ár.Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, lýsti samstarfi sínu við Birgittu í viðtali á Stundinni.Vísir/VilhelmÓsætti innan raða Pírata hefur flogið hátt í umræðunni undanfarna daga eftir að þingmenn Pírata beittu sér fyrir því að Birgitta hlyti ekki sæti í trúnaðarráði flokksins. Þrír voru tilnefndir til setu í ráðinu en Birgitta var sú eina sem ekki hlaut meirihluta atkvæða og fékk því ekki sæti.Upptaka af fundinum, sem kallaður var átakafundur, birtist á Internetinu degi síðar og mátti þar heyra ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar. Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Um samstarfið við Birgittu segir Ásta: „ Deila og drottna, skapa sundrungu. Að ráða ríkjum í óreiðunni. Flatur strúktur á ekki að þýða neinn strúktur - en fyrir hana, þá þýddi flatur strúktur óreiða, að það væri hægt að færa mörkin endalaust til, að setja óraunverulegar kröfur á aðra. Aðrar reglur gilda um hana en aðra. Þessi óreiða bjó til einræðisherra þar sem hinn frekasti fékk að ráða, og þegar það var reynt að spyrna við því, þá fór allt í uppnám.“Undir þetta tekur Margrét Tryggvadóttir sem sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna á árunum 2009-2013 og sat þá í þingflokki með Birgittu. Margrét deilir líka viðtali Stundarinnar við Söru Elísu og segist kannast vel við það sem Sara hefur að segja.Fyrrverandi þingmenn ekki hlutlausir aðilar Ásta Guðrún segir í færslunni að hún eigi í góðum samskiptum við allflesta fyrrum samstarfsfélaga sína, bæði úr Pírataflokknum og af þingi. Hún sé enn í Pírötum og hafi unnið að þeirra málefnum í Evrópu og stutt við bakið á flokknum af bestu getu. Hún myndi þó ekki taka sæti í trúnaðarráði vegna skorts á hlutleysi. „En ég get sagt með vissu að ef ég hefði verið tilnefnd í trúnaðarráð þá hefði ég ekki þegið þá tilnefningu af þeirri einfaldri ástæðu að fyrrverandi þingmenn flokksins, sama hversu vel þeir eru liðnir, eru ekki hlutlausir aðilar og til þess fallnir að gegn slíkri trúnaðarstöðu. Það er það sem málið snýst um,“ segir Ásta Guðrún sem lýkur færslu sinni á því að segja það vera ákveðna viðurkenningu að sjá aðra deila sömu reynslu af samstarfinu innan Pírata. „Ég er enn að vinna mig úr þessu tímabili, sem held ég verði með erfiðustu árum lífs míns, enda erfitt að toppa. Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta samstarf er ákveðin viðurkenning á því sem ég upplifði. Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ skrifar Ásta Guðrún Helgadóttir fyrrverandi þingmaður Pírata.
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00