Harry Kane hefur ekki enn getað horft á leikinn við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 17:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum um leið og hann tekur við silfurverðlaunum. Getty/ Harriet Lander Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira