Tengdafaðirinn gefur lítið fyrir orðróm um brotthvarf Bjarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Baldvin Jónsson sem starfaði sem auglýsingastjóri Morgunblaðsins í 24 á og í áratug við markaðsstarf í Bandaríkjunum. Vísir/VIlhelm/FBL/Anton Brink Baldvin Jónsson blæs á sögusagnir þess efnis að tengdasonur hans, Bjarni Benediktsson, muni segja skilið við stjórnmálin í haust. Þrálátur orðrómur þess efnis hefur sett svip á umræðurnar um ólguna innan Sjálfstæðisflokksins, sem Bjarni veitir forystu, en hart er sótt að forkólfum flokksins vegna framgöngu þeirra í málefnum Þriðja orkupakkans. Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum óánægðra flokksmanna, að í haust muni Bjarni stíga úr formannsstóli og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Sambærilegar fullyrðingar hafa birst í nafnlausum skrifum á vefmiðlum, jafnt á vef Hringbrautar (þrisvar á síðastliðnu ári) og Eyjunnar. Þá blés Útvarp Saga til skoðanakönnunnar á dögunum þar sem einfaldlega var spurt: Telur þú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sé að hætta í stjórnmálum? Niðurstöðurnar voru afgerandi. Rúm 71 prósent aðspurðra telja að Bjarni segið skilið við pólitíkina í náinni framtíð. Forspárgildi kannanna Útvarps Sögu þykir þó ekki merkilegt.Neitun ekki stöðvað Gróu Tengdaföður Bjarna, Baldvini Jónssyni, þykir lítið til þessara nafnlausu skrifa og kannana koma. Þessar fabúleringar séu byggðar á dylgjum - „sem ill mögulegt er að stöðva enda svo mikið bull á ferðinni.“ Þetta sé til þess fallið að ala á „tortryggni í garð viðkomandi,“ sem Baldvin nefnir þó ekki á nafn. Bjarni hefur sjálfur þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Það gerði hann til að mynda í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sem bar orðróminn undir hann á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í lok maí. Bjarni sagði af og frá að hann myndi hætta í haust, kjörtímabilið væri varla hálfnað og ríkisstjórnin ætti enn eftir að fylgja mikilvægum málum úr hlaði. Andinn í stjórnarliðinu virðist þannig vera ágætur, ef marka má ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessu sama afmæli. Bjarni væri einn besti samstarfsmaður sem hún hafi haft. Þessi neitun virðist þó lítið hafa gert til að slá á orðrómana ef marka má skrif Baldvins. „[S]amt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu [þ]jóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“ spyr Baldvin á Facebook-síðu sinni við hrifningu áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum; Sturla Böðvarsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru meðal þeirra sem lýsa velþóknun sinni á færslunni sem sjá má hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Baldvin Jónsson blæs á sögusagnir þess efnis að tengdasonur hans, Bjarni Benediktsson, muni segja skilið við stjórnmálin í haust. Þrálátur orðrómur þess efnis hefur sett svip á umræðurnar um ólguna innan Sjálfstæðisflokksins, sem Bjarni veitir forystu, en hart er sótt að forkólfum flokksins vegna framgöngu þeirra í málefnum Þriðja orkupakkans. Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum óánægðra flokksmanna, að í haust muni Bjarni stíga úr formannsstóli og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Sambærilegar fullyrðingar hafa birst í nafnlausum skrifum á vefmiðlum, jafnt á vef Hringbrautar (þrisvar á síðastliðnu ári) og Eyjunnar. Þá blés Útvarp Saga til skoðanakönnunnar á dögunum þar sem einfaldlega var spurt: Telur þú að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sé að hætta í stjórnmálum? Niðurstöðurnar voru afgerandi. Rúm 71 prósent aðspurðra telja að Bjarni segið skilið við pólitíkina í náinni framtíð. Forspárgildi kannanna Útvarps Sögu þykir þó ekki merkilegt.Neitun ekki stöðvað Gróu Tengdaföður Bjarna, Baldvini Jónssyni, þykir lítið til þessara nafnlausu skrifa og kannana koma. Þessar fabúleringar séu byggðar á dylgjum - „sem ill mögulegt er að stöðva enda svo mikið bull á ferðinni.“ Þetta sé til þess fallið að ala á „tortryggni í garð viðkomandi,“ sem Baldvin nefnir þó ekki á nafn. Bjarni hefur sjálfur þvertekið fyrir þessar vangaveltur. Það gerði hann til að mynda í samtali við fréttamann Stöðvar 2 sem bar orðróminn undir hann á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í lok maí. Bjarni sagði af og frá að hann myndi hætta í haust, kjörtímabilið væri varla hálfnað og ríkisstjórnin ætti enn eftir að fylgja mikilvægum málum úr hlaði. Andinn í stjórnarliðinu virðist þannig vera ágætur, ef marka má ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessu sama afmæli. Bjarni væri einn besti samstarfsmaður sem hún hafi haft. Þessi neitun virðist þó lítið hafa gert til að slá á orðrómana ef marka má skrif Baldvins. „[S]amt heldur fólk áfram með sora, dylgjur og ómerkilegheit. Er ekki í lagi með okkur þessa annars ágætu [þ]jóð? Eða er hún það ekki svona upp til hópa?“ spyr Baldvin á Facebook-síðu sinni við hrifningu áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum; Sturla Böðvarsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Egilsson, Sigríður Á. Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru meðal þeirra sem lýsa velþóknun sinni á færslunni sem sjá má hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Mörg spennandi verkefni hér heima Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. 27. febrúar 2016 09:00
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58