Isavia kærir til Landsréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:41 Vélin sem deilan snýst um. vísir/vilhelm Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Snýr kæran að þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málskot til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Vill Isavia fá þeirri niðurstöðu dómsins hnekkt en dómurinn hafnaði kröfu Isavia um að málskot til Landsréttar fresti réttaráhrifum. Samkvæmt því þarf því Isavia að afhenda ALC WOW air-vélina sem kyrrsett var við gjaldþrot flugfélagsins í mars síðastliðnum. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði einungis verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Í yfirlýsingu frá Isavia í morgun kom fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Sagði að niðurstaðan væri í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið þar sem rétturinn hefði með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun þess lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllunu um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ sagði í tilkynningunni. Sagði þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa væri möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31 Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15 Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Isavia hefur kært niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli ALC gegn fyrirtækinu til Landsréttar. Snýr kæran að þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málskot til Landsréttar fresti ekki réttaráhrifum. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Vill Isavia fá þeirri niðurstöðu dómsins hnekkt en dómurinn hafnaði kröfu Isavia um að málskot til Landsréttar fresti réttaráhrifum. Samkvæmt því þarf því Isavia að afhenda ALC WOW air-vélina sem kyrrsett var við gjaldþrot flugfélagsins í mars síðastliðnum. Héraðsdómur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Isavia hefði einungis verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Í yfirlýsingu frá Isavia í morgun kom fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Sagði að niðurstaðan væri í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið þar sem rétturinn hefði með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun þess lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllunu um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ sagði í tilkynningunni. Sagði þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa væri möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31 Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15 Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Landsréttur úrskurðar öðru sinni vegna kyrrsettu vélarinnar Landsréttur úrskurðaði í málinu í dag. 3. júlí 2019 18:31
Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Tveimur dögum áður en WOW fór í þrot höfnuðu fulltrúar þriggja ráðuneyta óskum stjórnar WOW um að "hlutast til um“ að Isavia félli frá heimild til að kyrrsetja leiguþotur. Átti sú ákvörðun að gilda í næstu þrjátíu daga 2. júlí 2019 07:15
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26