Þrumur og eldingar í Þorlákshöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:24 Myndin er úr safni. vísir/getty Íbúar og aðrir sem voru í Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag hafa án efa orðið varir við mikið úrhelli sem þar varð og þrumur og eldingar sem fylgdu rigningunni. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi skömmu fyrir klukkan þrjú að níu eldingar hefðu mælst og það allar rétt vestan við Þorlákshöfn. Fyrsta eldingin hefði mælst klukkan 14:09 og sú síðasta klukkan 14:40. „Það er samkvæmt kerfinu og það er ekki óskeikult. Stundum missir það af eldingum sem hafa verið en ef það hafa mælst þá er það góð staðfesting á að það hafi verið. Og þær eru allar þarna á sama staðnum í hnapp rétt vestan við Þorlákshöfn. Þetta er eiginlega bara svolítið það sem maður átti von á, þetta er í nágrenni við Hellisheiðina og þetta er alltaf spurning hvar þær verða,“ segir Óli Þór og heldur áfram: „Það eru myndarlegir bólstrar hér og þar í kringum okkur og þeir hafa allir möguleika en þó eru aðstæðurnar ekkert frábærar til að ná í eldingar en það dugar greinilega þarna við Þorlákshöfn.“ Óli Þór segir að þetta geti staðið eitthvað fram yfir kvöldmat en svo er það búið í bili. Jón Karl Jónsson var staddur í Þorlákshöfn í dag og náði þessum myndböndum af þrumunum og eldingunum. Veður Ölfus Tengdar fréttir Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Íbúar og aðrir sem voru í Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag hafa án efa orðið varir við mikið úrhelli sem þar varð og þrumur og eldingar sem fylgdu rigningunni. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi skömmu fyrir klukkan þrjú að níu eldingar hefðu mælst og það allar rétt vestan við Þorlákshöfn. Fyrsta eldingin hefði mælst klukkan 14:09 og sú síðasta klukkan 14:40. „Það er samkvæmt kerfinu og það er ekki óskeikult. Stundum missir það af eldingum sem hafa verið en ef það hafa mælst þá er það góð staðfesting á að það hafi verið. Og þær eru allar þarna á sama staðnum í hnapp rétt vestan við Þorlákshöfn. Þetta er eiginlega bara svolítið það sem maður átti von á, þetta er í nágrenni við Hellisheiðina og þetta er alltaf spurning hvar þær verða,“ segir Óli Þór og heldur áfram: „Það eru myndarlegir bólstrar hér og þar í kringum okkur og þeir hafa allir möguleika en þó eru aðstæðurnar ekkert frábærar til að ná í eldingar en það dugar greinilega þarna við Þorlákshöfn.“ Óli Þór segir að þetta geti staðið eitthvað fram yfir kvöldmat en svo er það búið í bili. Jón Karl Jónsson var staddur í Þorlákshöfn í dag og náði þessum myndböndum af þrumunum og eldingunum.
Veður Ölfus Tengdar fréttir Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02