Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 10:26 Flugvélin sem Isavia kyrrsetti vegna skuldar WOW air sést hér á Keflavíkurflugvelli. Visir/vilhelm Isavia var einungis heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun þessarar tilteknu þotu, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem úrskurðaði í málinu í dag. Þetta er í annað sinn sem aðfararmál vegna kyrrsetningar vélarinnar er tekið fyrir í héraði. Í úrskurði héraðsdóms kom einnig fram að réttaaráhrif úrskurðarins frestist ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar. Eins var Isavia gert að greiða einnar miljónar króna málskostnað ALC vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, að úrskurðurinn geri félaginu kleift að nálgast þotuna strax. Ekki skipti máli hvort málinu verði skotið til Landsréttar. ALC hafði þegar fellt sig við fyrri niðurstöðu héraðsdóms sem var á sömu leið, og greiddi þar með þær 87 milljónir sem á þotunni hvíldu. Málið hefur ferðast upp og niður dómskerfið en ALC hefur statt og stöðugt haldið því fram að félaginu beri ekki að greiða nema þær skuldir WOW sem tengdust þessari tilteknu vél. Isavia vildi hins vegar fá allar skuldir WOW air greiddar og hélt vélinni því eftir, þrátt fyrir að ALC hefði greitt milljónirnar 87 sem hvíldu á vélinni. Í fyrstu atrennu komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ALC bæri ekki að greiða allar skuldir WOW en Isavia skaut þeim úrskurði til Landsréttar, sem staðfesti heimild Isavia til þess að kyrrsetja vélina, en tók ekki afstöðu til forsendna kyrrsetningarinnar. Málinu var síðan skotið til Hæstaréttar sem sendi málið aftur til Landsréttar. ALC lagði síðan fram aðra aðfararbeiðni sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað um. Eins og áður segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar, en ekki heildarskulda WOW við Isavia. Réttaráhrifum úrskurðarins verður ekki frestað og þar með ætti ALC að geta nálgast vélina, hvort sem málinu verður skotið áfram til Landsréttar eða ekki.Isavia furðar sig á úrskurðinum Í yfirlýsingu frá Isavia kemur fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Þar segir að niðurstaðan sé í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar hafi Landsréttur með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllun um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ segir í tilkynningunni. Segir þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa sé möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira
Isavia var einungis heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun þessarar tilteknu þotu, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem úrskurðaði í málinu í dag. Þetta er í annað sinn sem aðfararmál vegna kyrrsetningar vélarinnar er tekið fyrir í héraði. Í úrskurði héraðsdóms kom einnig fram að réttaaráhrif úrskurðarins frestist ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar. Eins var Isavia gert að greiða einnar miljónar króna málskostnað ALC vegna málsins. Í samtali við fréttastofu staðfesti Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, að úrskurðurinn geri félaginu kleift að nálgast þotuna strax. Ekki skipti máli hvort málinu verði skotið til Landsréttar. ALC hafði þegar fellt sig við fyrri niðurstöðu héraðsdóms sem var á sömu leið, og greiddi þar með þær 87 milljónir sem á þotunni hvíldu. Málið hefur ferðast upp og niður dómskerfið en ALC hefur statt og stöðugt haldið því fram að félaginu beri ekki að greiða nema þær skuldir WOW sem tengdust þessari tilteknu vél. Isavia vildi hins vegar fá allar skuldir WOW air greiddar og hélt vélinni því eftir, þrátt fyrir að ALC hefði greitt milljónirnar 87 sem hvíldu á vélinni. Í fyrstu atrennu komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ALC bæri ekki að greiða allar skuldir WOW en Isavia skaut þeim úrskurði til Landsréttar, sem staðfesti heimild Isavia til þess að kyrrsetja vélina, en tók ekki afstöðu til forsendna kyrrsetningarinnar. Málinu var síðan skotið til Hæstaréttar sem sendi málið aftur til Landsréttar. ALC lagði síðan fram aðra aðfararbeiðni sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað um. Eins og áður segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna lendingargjalda og annarra gjalda sem tengdust notkun vélarinnar, en ekki heildarskulda WOW við Isavia. Réttaráhrifum úrskurðarins verður ekki frestað og þar með ætti ALC að geta nálgast vélina, hvort sem málinu verður skotið áfram til Landsréttar eða ekki.Isavia furðar sig á úrskurðinum Í yfirlýsingu frá Isavia kemur fram að félagið furði sig á niðurstöðu héraðsdóms. Þar segir að niðurstaðan sé í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar hafi Landsréttur með mjög skýrum hætti lýst skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðis sem stuðst hefur verið við í umfjöllun um málið. „Þá teljum við verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem undir eru. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð jafn mikilvægs máls fyrir æðra dómstigi,“ segir í tilkynningunni. Segir þar einnig að með synjun héraðsdóms um frestun réttaráhrifa sé möguleiki Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi takmarkaður.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Sjá meira