Knattspyrnumaður sem var vitni í morðmáli Oscar Pistorius skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:30 Marc Batchelor. Getty/Duif du Toit Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019 Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019
Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira