Verðlag það helsta sem má bæta að mati ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:20 Ferðamenn í Skaftafelli fyrr í sumar. vísir/vilhelm Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Verðlag hér á landi er það helsta sem má bæta að mati ferðamanna. Tæplega helmingur þeirra ferðamanna sem tóku könnun Ferðamálastofu fyrir árið 2018 sögðu að verðlagið væri það helsta sem mætti bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Í könnuninni kemur jafnframt fram að það sem þurfi til þess að ferðamenn séu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað er að lækka verðlag almennt. 48,6 prósent sögðu það þurfa til og 26,7 prósent sögðu að lækka þyrfti verð á mat. Níu prósent sögðu svo að lækka þyrfti verð á gistingu. Meðalútgjöld vegna Íslandsferðar voru tæplega 209 þúsund krónur á mann. Þar af voru stærstu útgjaldaliðirnir fyrirframgreidd pakkaferð eða 26 prósent af heildarútgjöldum, alþjóðlegt flug (19 prósent), gisting (17 prósent), matsölustaðir eða kaffihús (11 prósent) og bílaleigubílar (8 prósent).Náttúran það helsta sem heillar Langflestir þeirra sem tóku könnunina, eða alls 91,8 prósent, sögðust hafa fengið hugmyndina að Íslandsferð vegna náttúru landsins. Þá nefndi meira en helmingur ferðamannanna náttúruna og landslagið sem helstu ástæðu þess að þeir væru líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað. 61,5 prósent sögðu náttúruna og landslagið það minnisstæðasta úr Íslandsferðinni. Af einstökum stöðum nefndu 20,7 prósent Gullna hringinn og 19,8 prósent Bláa lónið. „Könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna er unnin í samvinnu við Hagstofu Íslands en markmiðið með henni er að afla tölfræðilegra upplýsinga til að geta gefið skýra mynd af atferli og viðhorfum ferðamanna á Íslandi. Könnunin hefur verið í gangi frá því í júlí 2017 en í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður fyrir árið 2018. Könnunin er tvískipt: 1. Flugvallakönnun við brottför framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem beinist að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Áhersla er lögð ánokkrar lykilspurningar s.s. tilgang ferðar,dvalarlengd, tegund gistingar, útgjöld og eyðsluhætti auk þess sem spurt er um bakgrunn svarenda þ.e. þjóðerni, búsetu, kyn og aldur. 2. Netkönnun send eftir á þar sem svarendur í flugvallakönnun eru spurðir nánar um Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, atferli, viðhorf og upplifun. Alls tók 22.481 svarandi þátt í flugvallahluta könnunarinnar árið 2018 og 5.470 í nethlutanum. Könnunin er á tíu tungumálum; ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnesku, kínversku og japönsku. Þýðingar taka mið af enska spurningalistanum,“ segir um könnunina í skýrslu sem unnin var úr niðurstöðum hennar en nánar má kynna sér könnunina hér.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira