Ferðamönnum fækkað um 20% milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 12:13 Brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli fækkaði á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15% samkvæmt tölum Isavia. Vísir/Vilhelm Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 20% sé litið til heildarfjölda ferðamanna sem heimsóttu landið á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Í maímánuði voru gistinætur tæplega 700 þúsund talsins en það samsvarar um 10% samdrætti milli ára. Þetta kemur fram nýjum í skammtímahagvísum Hagstofunnar fyrir ferðaþjónustu sem birtust í dag. Fjöldi ferðamanna í maí var 173 þúsund og dróst fjöldinn saman um 17% frá sama mánuði í fyrra þegar þeir voru 209 þúsund. Ferðamönnum til landsins hefur fækkað um 20% sé heildarfjöldi ferðamanna sem heimsótti Ísland á öðrum ársfjórðungi borinn saman við sama tímabil í fyrra, úr 488 þúsund 2018 niður í 390 þúsund árið 2019. Gistinætur í maí voru 690 þúsund sé litið til allra tegunda gistinátta en í sama mánuði í fyrra voru þær 767 þúsund. Það er um 10% samdráttur á milli ára. Mestur var samdrátturinn í gistinóttum sem miðlað er í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður eða um 29%. Gistinætur á hótelum drógust einnig saman en þó einungis um 3%. Á sama tíma lækkaði nýtingarhlutfall hótelherbergja á landinu úr 58% niður í 56% en framboð hótelherbergja jókst um 13% að því er skammtímahagvísarnir gefa til kynna. Þá fækkaði brottförum farþega frá Keflavíkurflugvelli á þriggja mánaða tímabilinu mars til maí um 12% og erlendum ferðamönnum fækkaði um tæplega 15%. Samkvæmt tölum Isavia fækkaði skiptifarþegum um 43% á sama tímabili. Á öðrum ársfjórðungi hefur skiptifarþegum fækkað um 48% á milli ára, úr tæplega 560 þúsund skiptifarþegum árið 2018 niður í 290 þúsund árið 2019. Nánar má lesa um skammtímahagvísa á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira