Óttast að erlendir hópferðabílstjórar fái lægri laun en íslenskir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 10:38 Fréttablaðið/Jóhanna Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira