Stórmeistari í skák í símanum á klósettinu: Svindlið skekur skákheiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:30 Myndin af Igors Rausis í símanum. Skákheimurinn hristist þessa dagana eftir að komust upp um svindl hjá lettneskum stórmeistara í skák. Þetta var ekki bara einhver skákmaður heldur einn af þeim sextíu bestu í heimi. Hinn 58 ára gamli Igors Rausis sást nefnilega vera í símanum á klósettinu. Seinna fannst líka síminn sem hann notaði. Alþjóða skáksambandið gaf út yfirlýsingu í framhaldinu þar sem sagt var að sambandið hefði úrskurðað skákmann á mótinu í keppnisbann. Igors Rausis viðurkenndi brot sín og segist núna vera búinn að leggja taflmennina á hilluna. Fólk hafði lengi grunað Igors Rausis um svindl og það var þess vegna sem einhver fylgdi honum eftir inn á klósettið og tók síðan mynd af því þegar hann tók upp símann. Chess.com sagði einnig frá því að sími hafi fundist á klósettinu sem Rausis notaði þegar hann var að keppa á Opna Strasbourg mótinu í skák.Chess grandmaster admits to cheating with phone on toilet during tournament https://t.co/FukRae99od — Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2019Igors Rausis hefur verið stórmeistari í skák frá árinu 1992 og er með 2686 elóstig. Hann var síðast í 53. sæti á heimslistanum. Rausis var líka langelstur í hópi bestu skákmanna heims en hann er sjö árum eldri en sá næsti inn á heimslistanum. Emil Sutovsky, framkvæmdastjóri Alþjóða skáksambandsins, sagði að sambandið hafi lengi grunað Igors Rausis um svindl og að þetta hafi jafnframt aðeins verið fyrsta skrefið af mörgum í baráttunni gegn svindli í skákheiminum. Það sem þótti grunsamlegt við frammistöðu Igors Rausis við taflborðið var að hann hafði hækkað sig um 200 elóstig á síðustu árum eftir að hafa verið fastur í 2500 elóstigum í áratug eða meira. Skák Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira
Skákheimurinn hristist þessa dagana eftir að komust upp um svindl hjá lettneskum stórmeistara í skák. Þetta var ekki bara einhver skákmaður heldur einn af þeim sextíu bestu í heimi. Hinn 58 ára gamli Igors Rausis sást nefnilega vera í símanum á klósettinu. Seinna fannst líka síminn sem hann notaði. Alþjóða skáksambandið gaf út yfirlýsingu í framhaldinu þar sem sagt var að sambandið hefði úrskurðað skákmann á mótinu í keppnisbann. Igors Rausis viðurkenndi brot sín og segist núna vera búinn að leggja taflmennina á hilluna. Fólk hafði lengi grunað Igors Rausis um svindl og það var þess vegna sem einhver fylgdi honum eftir inn á klósettið og tók síðan mynd af því þegar hann tók upp símann. Chess.com sagði einnig frá því að sími hafi fundist á klósettinu sem Rausis notaði þegar hann var að keppa á Opna Strasbourg mótinu í skák.Chess grandmaster admits to cheating with phone on toilet during tournament https://t.co/FukRae99od — Guardian sport (@guardian_sport) July 13, 2019Igors Rausis hefur verið stórmeistari í skák frá árinu 1992 og er með 2686 elóstig. Hann var síðast í 53. sæti á heimslistanum. Rausis var líka langelstur í hópi bestu skákmanna heims en hann er sjö árum eldri en sá næsti inn á heimslistanum. Emil Sutovsky, framkvæmdastjóri Alþjóða skáksambandsins, sagði að sambandið hafi lengi grunað Igors Rausis um svindl og að þetta hafi jafnframt aðeins verið fyrsta skrefið af mörgum í baráttunni gegn svindli í skákheiminum. Það sem þótti grunsamlegt við frammistöðu Igors Rausis við taflborðið var að hann hafði hækkað sig um 200 elóstig á síðustu árum eftir að hafa verið fastur í 2500 elóstigum í áratug eða meira.
Skák Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira