Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hið umdeilda sumarhús er til vinstri. Eigandi Þúfukots (til hægri á mynd) fékk nýlega leyfi til að gera gistiskála í íbúðarhúsinu. Fréttablaðið/Valli Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira