YouTube-stjarna lést í slysi á rafmagnshlaupahjóli Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 08:19 Emily Hartridge var 35 ára þegar hún lést. Getty/Jeff Spicer Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt. Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Breska YouTube-stjarnan Emily Hartridge lést í umferðarslysi á föstudag í Lundúnum. Hartridge var á rafmagnshlaupahjóli sem lenti í árekstri við sendiferðabíl en fjölmiðlar ytra segja um að ræða fyrsta banaslys sinnar tegundar í Bretlandi. Hartridge var 35 ára og naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum. Hún státaði til að mynda af um 50 þúsund fylgjendum á Instagram og nær 350 þúsund áskrifendum á YouTube, þar sem hún birti reglulega myndbönd um líf sitt og kærasta síns. Greint er frá andláti Hartridge á Instagram-reikningi hennar en hún hugðist stýra viðburði um geðheilbrigði kvenna í Lundúnum síðdegis í gær. Í færslunni, sem fjölskylda Hartridge birti, segir að hún hafi lent í slysi og í kjölfarið verið úrskurðuð látin. „Þetta eru hryllilegar fréttir til að færa á Instagram en við vitum að mörg ykkar áttu von á því að sjá Emily í dag og þetta er eina leiðin til að hafa samband við ykkur öll í einu. […] Við elskuðum hana öll í tætlur og munum aldrei gleyma henni.“ Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.Þá minnist YouTube Hartridge einnig með söknuði í færslu á Twitter sem birt var í gær.We're deeply saddened to learn about the tragic loss of a truly talented British creator, Emily Hartridge. Our thoughts and condolences go out to all of her loved ones and fans.— YouTube Creators (@YTCreators) July 13, 2019 Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að lögregla í Lundúnum hafi ekki getað staðfest að Hartridge hafi látist í slysinu á föstudag, sem varð í grennd við heimili hennar í Battersea. Aðeins hefur fengist staðfest að hin látna, sem var á fertugsaldri, hafi verið úrskurðuð látin á vettvangi. Þá sé talið að um sé að ræða fyrsta banaslysið í Bretlandi þar sem rafmagnshlaupahjól á hlut að máli.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var því haldið fram að Hartridge hefði stýrt rafmagnsvespu. Um rafmagnshlaupahjól var hins vegar að ræða. Þetta hefur verið leiðrétt.
Andlát Bretland England Samfélagsmiðlar Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent