Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2019 18:45 Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. Klukkustundirnar munu koma að góðum notum, enda er búist við að yfirvofandi hlaup verði það stærsta í átta ár. Mælingar Veðurstofunnar benda til að von sé á jökulhlaupi í Múlakvísl í sumar vegna mikils jarðhitavatns í sigkötlum Mýrdalsjökuls. Af þeim sökum settu vísindamenn upp GPS-mælitæki við einn sigkatlanna í síðustu viku sem Bergur Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælinga á Veðurstofunni, segir að geri þeim kleift að fylgjast með öllum breytingum í rauntíma. „Við gerum okkur vonir um að ef ketillinn snöggtæmist að þá vitum við það með góðum fyrirvara að það sé væntanlegt flóð. Það gefur okkur svona nokkra klukkutíma aukalega til þess að láta alla viðbragðsaðila vita,“ segir Bergur. Hann segir mæla sem þessa hafa gefið góða raun á undanförnum árum í Skaftárkötlum í Vatnajökli. „Bæði 2015 og 2018, þegar það hljóp úr þeim kötlum, þá vissum við það með næstum sólarhringsfyrirvara - miðað við það að sjá flóðið koma á fyrstu mælistöðvunum á landi. Auðvitað er Mýrdalsjökull nær og því styttra vatnsrennsli en það gefur okkur samt þennan fyrirvara,“ segir Bergur sem telur þetta því geta verið töluvert öryggisatriði. Fátt bendir þó til þess að hlaup muni eiga sér stað í Múlakvísl á allra næstu dögum, ferðamenn sem eiga leið um svæðið eru þó beðnir um að gæta öryggis enda muni hlaup líklega eiga sér stað innan nokkurra vikna. Hlaupvatni geti oft fylgt mikið gas auk þess sem hinn umferð um hinn fjölfarna suðurlandsveg getur raskast. Því geti myndast töluverð hætta, sé miðað við fyrri hlaup, en söfnun í katlinum bendi til þess að yfirvofandi hlaup geti orðið það stærsta í átta ár. „Þá kom ansi stórt hlaup og tók brúna yfir Múlakvísl,“ minnist Bergur.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07