„Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:17 Þorbergur á ferðinni í nótt. Hann á að baki rúma hundrað kílómetra síðan klukkan tvö. Mynd/Aðsend „Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend
Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59
Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45