Rúmlega hundrað ára í hringferð um landið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:30 Anthon Geisler og frændi hans Hugo á ferðalagi. Fréttablaðið/Sigtryggur „Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
„Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira