Enski boltinn

Buffon sagði nei við bæði Manchester-liðin til þess að spila með Juventus á nýjan leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Buffon er kominn aftur til Ítalíu.
Buffon er kominn aftur til Ítalíu. vísir/getty
Gianluigi Buffon samdi á dögunum til eins árs við Juventus en hann snéri aftur til Ítalíu eftir að hafa leikið eitt tímabil með PSG þar sem hann varð franskur meistari.

Daily Mail greinir frá því að Manchester-liðin, United og City, hafi bæði verið tilbúinn að fá Buffon til félagsins en hann hafi frekar viljað fara heim til Ítalíu.

Tilboðið frá bæði United og City er talið hafa gefið mun meira í aðra hönd heldur en boð Juventus. Það hafi þó ekki heillað Buffon enda sá hann fram að vera varamarkvörður hjá báðum félögum.







David de Gea hefur verið aðalmarkvörður Manchester United í mörg ár og Ederson stóð í marki Englandsmeistarana á síðustu leiktíð svo Buffon valdi frekar að fara heim til Juventus. Þar berst hann við Wojciech Szczesny um aðalmarkmannstöðuna.

Buffon ræddi við Pep Guardiola, stjóra Manchester City í sumar, en símtal frá Andrea Agnelli, forseta Juventus, breytti stöðunni og hann ákvað að snúa heim til Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×