Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 14:00 Momo Hayashi hefur búið á Íslandi í fjögur ár en nú hefur henni verið gert að fara úr landi. Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“ Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira
Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“
Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30
Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15